föstudagur, apríl 29, 2005
Nokkrar myndir
fimmtudagur, apríl 28, 2005
Kim Larsen og Matta
Nú Kim Larsen er náttúrulega Dani eins og flestir vita en ég held hins vegar að þó hún Matta mín byggi í Danmörku til endaloka veraldar þá yrði hún aldrei Dani. Hún er þar stödd í námi eins og lesa má á þessu bloggi
Ég þekkti Möttu hins vegar EKKI fyrir 20 árum, held við séum bara búnar að vera vinkonur í 12 ár. Það eru trúlega ekki mörg leyndarmálin sem við vitum ekki um hvor aðra og við höfum nánast gengið í gegnum þessi 12 ár saman. Betri vinkonu er ekki hægt að hugsa sér sem sést reyndar á því að fólk er búið að þekkja hana í 5 mínútur þegar það fer að eigna sér hana. Ég held að allir sem lesa bloggið mitt þekki reyndar alveg Möttu og þurfi ekkert að lesa ástarbréf frá mér til hennar en hún heimtaði að ég skrifaði eitthvað fallegt um sig um daginn þegar við vorum að spjalla á msn og var svo að reka á eftir því núna áðan. Við tölum reyndar saman flesta daga á msn, það má nefnilega treysta á að næturdrottningin sé í tölvunni um tvö að nóttu að hennar tíma - svona tilvalið fyrir mig að borða morgunmat og spjalla við hana. Ég ætla að reyna að finna einhvern kúreka hér í Cobar sem er ekki alveg "inbread" svo ég geti flutt hana inn og leikið við hana. En mér þykir alveg rosalega vænt um Möttu mína og er þakklát fyrir að eiga hana að vinkonu!
Allavega, ætla nú ekki að hafa þetta lengra bili. Þetta var nú svona smá útúrdúr frá Cobarfréttum...
Já eitt enn, er ekki óþarfi af rósarunnum að stinga þann sem er að taka til í beðinu hjá þeim? -Bless, Bree.
miðvikudagur, apríl 27, 2005
Ný könnun
þriðjudagur, apríl 26, 2005
Helgin
Hápunkturinn á hátíðinni voru tónleikar með kántrístjörnunni Adam Harvey sem við höfum reyndar aldrei heyrt um en er víst bæði frægur og vinsæll hér. Okkur fannst samt hápunkturinn reyndar að fara í tívolítæki sem fór alltof hratt og var alltof lengi þar sem enginn var að bíða eftir að komast að. Á þessa hátíð fara sem sagt bæjarbúar árlega og hlakka mikið til. Reyndar skilst mér líka að þeir tali alltaf um hve léleg hátíðin var en það tilheyrir bara.
Í dag fáum við svo allar sjónvarpsstöðvarnar svo nú á okkur aldrei eftir að leiðast aftur. Það verður gott.
Vinnuleitin heldur náttúrulega áfram en lítur reyndar ekkert of vel út. Það virðist sem fólk haldi í þá vinnu sem það hefur. Og þar sem bærinn er langt frá öðrum bæjum þá þurfa allir sem hér búa að vinna hér líka. En þetta hlýtur að koma á endanum. Í millitíðinni þá er ég að læra spænsku á netinu og svo náttúrulega bíður garðurinn eftir mér. Ég er óðum að breytast í Desperate Housewife, til dæmis þá er ég búin að taka til í beðinu sem snýr út að götu. Einhverjar tillögur hvaða desperate housewife ég er?
laugardagur, apríl 23, 2005
Liverpool aðdáandinn og Samfylkingarmaðurinn....
fimmtudagur, apríl 21, 2005
Þakklæti heimsins
miðvikudagur, apríl 20, 2005
|Hugleiðingar úr garðinum
Það er ógrynni af fuglum hérna. Ég held ég þurfi bara að fara á bókasafnið og fá lánaðar bækur um fuglana og plönturnar hér. Í dag sá ég fugl borða randaflugu. Eða það held ég alla vega. Getur það verið? Hún átti það svo sem skilið því hún hafði rétt áður sest á mig. Þó ég sé ekkert hrædd við randaflugur þá vil ég kannski ekkert alveg hafa þær á mér svo við horfðumst í augu og eftir að hafa séð að hún var ekki með sting þá sló ég hana í burtu. En aftur að fuglunum. Hljóðin sem þeir mynda eru ótrúleg. Myndi ekki kalla þau söng, frekar svona hást kvak. Og einhvern veginn hljóma þau alltaf nær manni en fuglinn. Soldið skrýtið. Eftir að hafa fylgst með svona 5-6 fuglum í garðinum í smá tíma kom ég auga á kött. Kafloðinn kött sem sat bara og sleikti sig og lét sér fátt um finnast þó fuglarnir væru nánast á diski fyrir framan hann. Kötturinn leit hins vegar heiðbláum augunum á mig eins og ég væri gesturinn í garðinum. Ég var reyndar búin að heyra að nágrannakötturinn væri oft undir húsinu okkar og þarna hittumst við s.s. í fyrsta sinn. Kötturinn kom og kynnti sig (þó ég skyldi reyndar ekki mállýskuna), nuddaði sér utan í fótleggina mína og lagði sig í skuggann af handklæðinu á snúrunni. Myndin að ofan er s.s. honum. Þarna sátum við félagarnir í nokkurn tíma og spjölluðum. Kötturinn mjálmaði vælulega og ég talaði íslensku við hann. Við eigum eflaust eftir að verða hinir mestu mátar.
Eins og ég segi þá er garðurinn frábær. Reyndar soldið sköllóttur en það stendur allt til bóta með reglulegri vökvun og slætti. Slátturinn fellur í hendur húsbóndans sem hefur haft þá afsökun að lykillinn að skemmunni finnst hvergi. Ég ætla hins vegar að gera eins og mamma mín, þ.e. fara í ljótar íþróttabuxur, smella rassinum upp í loftið og róta í beðum. Reyndar ætla ég líka að fara í háa sokka svo ég geti girt buxurnar ofan í þá og í langerma bol. Þetta getur samt ekki gerst alveg strax þar sem áhöld eru læst inni í skemmunni. Hér með lofa ég ykkur myndum af grasivöxnum garði og rósabeðum áður en langt um líður.
En hvernig er það, kann enginn á kommentakerfið...?
þriðjudagur, apríl 19, 2005
Myndaalbúm
mánudagur, apríl 18, 2005
Smá umferðarpælingar
Í Englandi er ég mjög lélegur driver. Fyrstu þrjá mánuðina á öfugum veghelmingi og öfugu meginn í bílnum mátti heyra tannglamur af hræðslu. Ég var ekki ein um að vera hrædd því það brást ekki að aðrir ökumenn siðuðu mig til og blikkuðu ljósum eða flautuðu á mig í hvert skipti sem ég gerði eitthvað rangt. Þetta gerði mig reyndar smám saman að betri ökumanni og eftir fyrstu þrjá mánuðina var ég okei. Fyrirtækið sem ég vann hjá vildi endilega samt að ég tæki bílpróf í Bretlandi því með breskt ökuskírteini þyrftu þeir að borga minna í tryggingar fyrir mig. Ég tók það ekki í mál því ég vissi að ég myndi aldrei ná bílprófinu þarna. Flestir taka það þrisvar, þ.ám. Okezie og pabbi hans hefur mörgum sinnum reynt án árangurs þó hann hafi keyrt í Nígeríu í 30-40 ár. Mér var gefinn séns þangað til í mars 2005 til að taka prófið og ég var nógu sniðug til að yfirgefa landið 28. febrúar.
Í Ástralíu er ég annar af tveimur bestu ökumönnunum (hinn er Okezie). Ástralir eru afburða slæmir ökumenn (að mínu mati). Ég veit ekki hversu oft við vorum næstum lent í einhverju á pikköppnum sem við höfðum í Blue Mountains. Einu sinni þá var ég að keyra framhjá kyrrstæðum bíl út af bílastæði þegar hann fór bara af stað án þess að líta í spegil. Ég hafði komist að þessari niðurstöðu um bílstjóra hér svo ég var á varðbergi því ég sá að stelpan sem ökumaðurinn var að bíða eftir var að hlaupa út í bíl. Hann tók af stað áður en hún hafði lokað dyrunum. Það munaði engu og ég lá lengi á flautunni eftir þetta og Okezie hélt mér svo ég ryki ekki út og berði vitleysinginn. Ég er nefnilega haldin roadrage. Þetta var bara eitt af mörgum dæmum sem leiddi til þeirrar ákvörðunar okkar að okkur lægi ekkert á að kaupa bíl.
föstudagur, apríl 15, 2005
Vika liðin
Annars myndi ég trúlega bara passa vel í hópinn. Sá fullt af námumönnum í gær á pöbbnum. Ég gæti alveg safnað í ósnyrt yfirvaraskegg og keypt mér köflótta flannelskyrtu. Já já. Og lyktad illa, ekki málið. Það var eins og maður hefði gengið beint inn í villta vestrið þarna á pöbbnum.
Það er farið að kólna heilmikið hér í Cobar og bara vel þolandi útivið yfir miðdaginn núna. 27-28 gráður og sól. Í gær rigndi meir að segja en það sögðu allir að þá væri það búið fyrir árið. Cobar er nánast í eyðimörk og flestir hafa brúnt gras. Ég ætla að ná að hafa grænan garð með því að vökva annan hvern dag. Ég má bara vökva á oddatöludögum þar sem húsið mitt er númer 1 og þá bara milli 6-9 á morgnanna og 6-9 á kvöldin. Veit reyndar ekki hvernig það á að vera hægt að vökva eftir 6 því þá er komið niðamyrkur og allskonar kvikindi fara þá á ferð. En þurrkurinn er svo mikill að það má t.d. ekki þvo bíla á hörðum fleti. Já og svo er ég með sér tank fyrir rigningarvatn sem er tengt við þriðja kranann á eldhúsvaskinum og er nánast jafn gott drykkjarvatn og það íslenska.
En jæja, enn verður bið á mannfræðipælingum um Íslendinga, Englendinga og Ástrali. Bara svona að halda við spennu...djók. Hins vegar þá vil ég endilega segja ykkur að ég er komin á Skype og heiti ég þar thorhilduringadottir. Þeir sem hafa skype netsímann þurfa s.s. endilega að setja mig inn á contact og þeir sem vilja fá sér netsíma geta downloadad frá www.skype.com . Ég held það þurfi bara windows 2000 eða XP, hljóðkort og annað hvort headset eða bara gera eins og ég og setja venjuleg heyrnartól í mikrofon gatið á tölvunni.
Könnunin verður tekin niður á morgun (ef ég finn út hvernig) svo þeir sem eru ekki búnir að taka þátt verða að gera það núna.
Bless í bili.
fimmtudagur, apríl 14, 2005
Þessi mynd var tekin í Canberra um páskana. Ég ætla ad taka nokkrar myndir núna í Cobar og setja á síðuna til sýna ykkur. -Já og íslenskt lyklaborð er fundið á tölvunni. Hugsum öll fallega til Gullu í þakkarskyni.
'Anaegd - og ekki
Eg er ekki anaegd med heimsoknina fra gomlum vini. Jamm, 5 minutum eftir ad Okezie for i vinnuna sa eg leynigest i tolvuherberginu. Stor kakki med langa falmara helt hann aetti hurdina ut a verond. Tveir kostir voru i stodunni, annar sa ad loka tolvuherberginu og opna ekki fyrr en kakkalakkamordinginn kaemi heim. Hinn kosturinn, sa betri sem eg audvitad tok, var ad na i glaert massivt glas, draga andann djupt, hugsa ekki um hvort ovinurinn vaeri fleygur og smella glasinu yfir hann og vona ad hann skridi ekki yfir berar taernar i leidinni. Eitthvad eru taugarnar ordnar betri en fyrir manudi svo thegar lakkinn hljop stuttan spotta i attina til min vard eg bara einbeittari og nadi honum. Meir ad segja nadi eg honum inn i glasid og ad setja glasbrunina yfir einn af fotunum svo hann gat ekki hreyft sig. Skohh mina. Godmennska min er natturulega oumdeilanleg thar sem eg vorkenndi ofetinu ad vera fastur og losadi hann. Nu er hann hins vegar afvelta eftir nokkrar stokktilraunir og verdur thad thangad til hinn hugrakki (okezie) kemur heim. Hei, eg er allavega ekki ein heima.
Ekki gleyma konnuninni.
miðvikudagur, apríl 13, 2005
Konnun
Ad lokum lofa eg pistli a morgun. Er mikid ad paela i muninum a Englendingum, Astrolum og Islendingum, tharf adeins ad hugsa thetta betur adur en eg festi a blad...
mánudagur, apríl 11, 2005
Cobar
Okei, hingad erum vid komin loksins. Thad er eiginlega mjog skrytid samt. Sidustu 2 daga finnst mer eins og eg half haldi nidri mer andanum. Veit eiginlega ekki hvort eg eigi ad grata eda hlaegja. Vid erum svo fjarri annarri byggd ad okkur finnst ekki taka thvi ad kaupa bil. Eg aetla ad reyna ad lysa thessu ollu med plusum og minusum.
Plusar:- Otrulegasti himinn sem eg hef sed. Eg get ekki lyst fyrir ykkur stjornunum a kvoldin, thaer eru yndislegar. A daginn ser madur ekkert nema himinn, hann er svo ofur stor.
- Husid er mjog fint og nanast allt til alls. Held thad eina a innkaupalistanum se sigti og djuspressa. Reyndar thurftum vid ad thrifa all svakalega. Her hefur enginn buid, thetta er buid ad vera eins og sumarbustadur. Folk ryksugar kannski en ekki meir. Eg a enn eftir ad taka bakaraofninn i gegn. En husid er fint, 3 svefnherbergi, vinnuherbergi, tvaer stofur og stort prestmaddomueldhus. Svo eru lika snurur uti thar sem engir konguloavefir eru.
- Yndisleg loftraesting. Her kolnar alveg a noinu.
- Engir kakkalakkar - jibbi!
- Stadsetning hussins. Thad er svona 10 minutna labb a adalgotuna thar sem Okezie vinnur og svipad i likamsraektina. Vid forum thangad i gaer og thad var fint. Eg aetla svo ad profa body pump eda body attack i kvold, man ekki hvort.
Minusar:
- Maurar ut um allt!!!! Eg berst nu vid heila maurabyggd sem finnst eldhusid mitt greinilega godur stadur. Their gefast heldur ekkert upp tho eg spreyi stodugt eitri a tha. Ju reyndar gefast their sem fyrir thvi verda upp um leid (!) en tha koma bara nyir ur familiunni og fara adra leid. Ef einhver aetlar ad segja mer ad thad se gaman ad fylgjast med maurum ad storfum tha hlusta eg ekki a thad. Alla vega ekki a eldhusbordinu.
- Flugurnar her eru jafn pirrandi og maurarnir. Thetta eru bara svona venjulegar husaflugur sem hafa meistaragradu i ad finna eyrun a okkur. Sem betur fer er flugnanet fyrir opnanlegu gluggunum svo thad er bara ein og ein herna inni en uti madur, va!
- Sjonvarpid! Thad er ekki somu stodvar og i Sydney svo vid soknum margra thatta, t.d. American Idol!!!! Reyndar faum vid okkur vaentanlega disk fljotlega svo tha breytist thad vaentanlega i plus...
Mer dettur ekkert fleira i hug nuna en sem stendur eru plusarnir fleiri en minusarnir... Thad thydir ekki ad vid seum alveg dolfallin fyrir stadnum. Nei nei, mer finnst thetta eiginlega eins adstada og ad vera togarasjoari eda ad vinna a borpalli. Eg vona bara ad eg finni fljotlega vinnu sem mer likar. Vid erum lika hundhraedd um ad okkur eigi eftir ad leidast alveg hrikalega herna. Vid verdum bara ad sja til og reyna ad vera sem bjartsynust og opnust fyrir hlutunum.
Kristin Kara
Eg er hins vegar enn a meltunni med thennan stad og ekki enn tilbuin ad skrifa um hann.
laugardagur, apríl 09, 2005
| |mánudagur, apríl 04, 2005
Adam var ekki lengi i paradis!
laugardagur, apríl 02, 2005
Orange
Til ad baeta upp fyrir samtals 6 tima keyrslu til einskis for eg med Okezie a kra til ad horfa a rugby. Horfdi a med miklum ahuga og geispadi eiginlega ekkert. Annars er eg eiginlega farin ad skilja thetta og hef svona agaetlega gaman af (ef thad er ekkert annad ad horfa a). Krain var meira svona klubbur sem allir ur nagrenninu fara a. Ef madur er ekki medlimur tha tharf madur ad skra sig inn og borga meira fyrir busid. Tharna voru fjolskyldur med litla krakka og gamlir menn og fullt af folki ad vedja a ithrottir og spila i peningakossum. Mjog ahugavert og skemmtilegt.
föstudagur, apríl 01, 2005
Ljott ad plata!
Meir af mat. Eg var ad koma fra hunangsverksmidju. Keypti mer krukkur af blaberjahunangi og engiferhunangi. Eg hef alltaf elskad hunang og bordad thad med braudi eda bara ur skeid. Reyndar stalst eg lika stundum i Golden Syrup ljonadosina hja mommu. Gaeti alveg hugsad mer ad gera thad aftur. En aftur ad hunanginu. Thad var allskonar hunang til ad prufa. Mer fannst allt gott nema eitt med lavander. Thad er eitthvad skrytid bragdefni. Blomafyla af thvi. Eg er algjor sucker fyrir svona heimatilbunu. Kenni Bardusu um. Og kannski lika mommu og allri hennar heimaframleidslu. Eg aetla einvhern timann ad bua til svona gott tomata/appelssinumarmeladi og baka marmarakoku og kleinur. Ja og fiskibollur og kjotbollur ef eg eignast einhvern timann krakkalinga. Sleppi samt slaturgerd. Thad er nog af godum mat til i heiminum, engin thorf a slatri.
Kannski forum vid i ferdalag til Orange a morgun. Thar er matar/uppskeruhatid. Mig langar, se til hvad tekst ad draga Okezie med.