þriðjudagur, apríl 26, 2005
Helgin
Helgin var góð en umfram allt þó áhugaverð. Á föstudaginn og laugardaginn var haldið "Cobar Show" sem hefur verið haldið árlega í fimmtíu ár. Mér fannst eins og ég væri komin í villta vestrið eða eitthvað þess háttar. Það var eiginlega fegurðarsamkeppni í öllu. Cobarstúlkan var nú þetta venjulega en einnig var keppt í fegurðarsamkeppni hænsna og hana. Því miður er ekki Cobarhaninn því það er keppt í hinum ýmsustu flokkum og það var alveg brandari að fara inn í hænsnakofann og skoða þetta. Svo var rúningarkeppni þar sem menn stóðu upp á sviði og kepptust í að raka kindur og þarafleiðandi var líka ullarkeppni þar sem ull var metin að gæðum og þyngd. Þarna var líka keppt í því að klæða upp hesta og vann brúðurinn og brúðguminn. Knapinn, lítil stelpa var klædd í brúðarkjól og var hesturinn í kjólfötum sem brúðguminn. Þetta fannst mér frekar sjúkt þó...
Hápunkturinn á hátíðinni voru tónleikar með kántrístjörnunni Adam Harvey sem við höfum reyndar aldrei heyrt um en er víst bæði frægur og vinsæll hér. Okkur fannst samt hápunkturinn reyndar að fara í tívolítæki sem fór alltof hratt og var alltof lengi þar sem enginn var að bíða eftir að komast að. Á þessa hátíð fara sem sagt bæjarbúar árlega og hlakka mikið til. Reyndar skilst mér líka að þeir tali alltaf um hve léleg hátíðin var en það tilheyrir bara.
Í dag fáum við svo allar sjónvarpsstöðvarnar svo nú á okkur aldrei eftir að leiðast aftur. Það verður gott.
Vinnuleitin heldur náttúrulega áfram en lítur reyndar ekkert of vel út. Það virðist sem fólk haldi í þá vinnu sem það hefur. Og þar sem bærinn er langt frá öðrum bæjum þá þurfa allir sem hér búa að vinna hér líka. En þetta hlýtur að koma á endanum. Í millitíðinni þá er ég að læra spænsku á netinu og svo náttúrulega bíður garðurinn eftir mér. Ég er óðum að breytast í Desperate Housewife, til dæmis þá er ég búin að taka til í beðinu sem snýr út að götu. Einhverjar tillögur hvaða desperate housewife ég er?
Hápunkturinn á hátíðinni voru tónleikar með kántrístjörnunni Adam Harvey sem við höfum reyndar aldrei heyrt um en er víst bæði frægur og vinsæll hér. Okkur fannst samt hápunkturinn reyndar að fara í tívolítæki sem fór alltof hratt og var alltof lengi þar sem enginn var að bíða eftir að komast að. Á þessa hátíð fara sem sagt bæjarbúar árlega og hlakka mikið til. Reyndar skilst mér líka að þeir tali alltaf um hve léleg hátíðin var en það tilheyrir bara.
Í dag fáum við svo allar sjónvarpsstöðvarnar svo nú á okkur aldrei eftir að leiðast aftur. Það verður gott.
Vinnuleitin heldur náttúrulega áfram en lítur reyndar ekkert of vel út. Það virðist sem fólk haldi í þá vinnu sem það hefur. Og þar sem bærinn er langt frá öðrum bæjum þá þurfa allir sem hér búa að vinna hér líka. En þetta hlýtur að koma á endanum. Í millitíðinni þá er ég að læra spænsku á netinu og svo náttúrulega bíður garðurinn eftir mér. Ég er óðum að breytast í Desperate Housewife, til dæmis þá er ég búin að taka til í beðinu sem snýr út að götu. Einhverjar tillögur hvaða desperate housewife ég er?
Comments:
<< Home
|
Þú getur tekið próf á einhverri heimasíðu til að tékka hverri þú ert líkust....hmmm er að huxa hverri þú ert líkust....
Eyrún
Eyrún
Þú ert Lynette...vantar bara ofvirku tvíburana, hehehhe
Annars finnst mér merkilegt að þér finnist hápunktur að fara í tívolítæki, síðast þegar ég vissi varstu ekki alveg búin að ná þér eftir taugaáfall síðustu tívolíferðar okkar saman... ;)
Matta
Skrifa ummæli
Annars finnst mér merkilegt að þér finnist hápunktur að fara í tívolítæki, síðast þegar ég vissi varstu ekki alveg búin að ná þér eftir taugaáfall síðustu tívolíferðar okkar saman... ;)
Matta
<< Home