Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

mánudagur, apríl 18, 2005

 

Smá umferðarpælingar

Á Íslandi er ég bara fínn ökumaður. Ég hef aldrei lent í umferðaróhappi, aldrei verið stoppuð af löggunni og bara einu sinni fengið sekt fyrir of hraðan akstur (Það er myndavél í Hvalfjarðargöngunum fyrir þá sem vita það ekki).

Í Englandi er ég mjög lélegur driver. Fyrstu þrjá mánuðina á öfugum veghelmingi og öfugu meginn í bílnum mátti heyra tannglamur af hræðslu. Ég var ekki ein um að vera hrædd því það brást ekki að aðrir ökumenn siðuðu mig til og blikkuðu ljósum eða flautuðu á mig í hvert skipti sem ég gerði eitthvað rangt. Þetta gerði mig reyndar smám saman að betri ökumanni og eftir fyrstu þrjá mánuðina var ég okei. Fyrirtækið sem ég vann hjá vildi endilega samt að ég tæki bílpróf í Bretlandi því með breskt ökuskírteini þyrftu þeir að borga minna í tryggingar fyrir mig. Ég tók það ekki í mál því ég vissi að ég myndi aldrei ná bílprófinu þarna. Flestir taka það þrisvar, þ.ám. Okezie og pabbi hans hefur mörgum sinnum reynt án árangurs þó hann hafi keyrt í Nígeríu í 30-40 ár. Mér var gefinn séns þangað til í mars 2005 til að taka prófið og ég var nógu sniðug til að yfirgefa landið 28. febrúar.

Í Ástralíu er ég annar af tveimur bestu ökumönnunum (hinn er Okezie). Ástralir eru afburða slæmir ökumenn (að mínu mati). Ég veit ekki hversu oft við vorum næstum lent í einhverju á pikköppnum sem við höfðum í Blue Mountains. Einu sinni þá var ég að keyra framhjá kyrrstæðum bíl út af bílastæði þegar hann fór bara af stað án þess að líta í spegil. Ég hafði komist að þessari niðurstöðu um bílstjóra hér svo ég var á varðbergi því ég sá að stelpan sem ökumaðurinn var að bíða eftir var að hlaupa út í bíl. Hann tók af stað áður en hún hafði lokað dyrunum. Það munaði engu og ég lá lengi á flautunni eftir þetta og Okezie hélt mér svo ég ryki ekki út og berði vitleysinginn. Ég er nefnilega haldin roadrage. Þetta var bara eitt af mörgum dæmum sem leiddi til þeirrar ákvörðunar okkar að okkur lægi ekkert á að kaupa bíl.

Comments:
Oooo ég skil þig, keyrði þessi glanni svona utan í ykkar bíl og braut spegilinn af...æ neiiii alveg rétt það varst þú, í Bretlandi, áður en þú varst svona mikill snilli að keyra...hehehe
Ókunnugir eru vinir sem þú átt eftir að kynnast, kannski er glanninn framtíðar vinnuveitandi þinn!
Finnst vænt um þig
Matta
 
hei, ég var búin að gleyma því minniháttaratviki. En þar sem það gerðist í UK þá er ég ekkert að ýkja. Takk fyrir að minna mig á hættuna sem stafaði af mér þarna. Bretland er öruggara nú þar sem ég er farin þaðan.
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?