miðvikudagur, júní 29, 2005
Ég skellti mér í klippingu í gær. Var komin með vænan lubba og allar strípur vaxnar úr. Músalitaður raunveruleikinn var ekki að gera það gott svo ég splæsti í allan pakkann. Reyndar er óþarfi að segja "splæsti" því herlegheitin kostuðu ekki nema 110 dollara sem er ekki nema rúmur 5 þús kall. Mér fannst hins vegar svolítið fyndið að hún vildi endilega setja í mig hettustrípur. Hvað er langt síðan þið hin hafið fengið þannig strípur. Svo fékk ég reyndar smá álpappírs líka. Ég var búin að gleyma hvað það er ótrúlega óþægilegt að fá hettustrípur. Ég var öll útötuð í tárum eftir þetta allt saman. En miklu sætari líka samt... Ef einhver hittir Kristján sem klippti mig alltaf á Rauðhettu þá getið þið samt sagt honum að ég sakna hans... Mér finnst það bara ekki vera mitt verk að ákveða klippinguna.
Einn af sjúkrahúsinu var að deyja. Í stuttu máli þá ólst hann upp á munaðarleysingjahæli í Englandi frá 6 ára aldri. Bróðir hans dó í síðari heimstyrjöldinni í bardaga og systir hans og hennar börn dóu í sprengjuárásunum á London. Þessi maður fór sjálfur í stríðið og var haldið í fangabúðum Þjóðverja í ár en náði að flýja ásamt félaga sínum í gegnum klóakið. Þeir náðu að komast til Sviss þar sem hann var á sjúkrahúsi í hálft ár. Þann tíma var hann talinn af. Hann kom svo til Ástralíu. Ég vissi reyndar ekki hans sögu fyrr en hann var dáinn en mér finnst samt ótrúlega skrýtið að þetta hafi verið saga manns sem ég sá á hverjum degi.
Ég ætti kannski að hætta að kvarta undan rigningunni.
|
Einn af sjúkrahúsinu var að deyja. Í stuttu máli þá ólst hann upp á munaðarleysingjahæli í Englandi frá 6 ára aldri. Bróðir hans dó í síðari heimstyrjöldinni í bardaga og systir hans og hennar börn dóu í sprengjuárásunum á London. Þessi maður fór sjálfur í stríðið og var haldið í fangabúðum Þjóðverja í ár en náði að flýja ásamt félaga sínum í gegnum klóakið. Þeir náðu að komast til Sviss þar sem hann var á sjúkrahúsi í hálft ár. Þann tíma var hann talinn af. Hann kom svo til Ástralíu. Ég vissi reyndar ekki hans sögu fyrr en hann var dáinn en mér finnst samt ótrúlega skrýtið að þetta hafi verið saga manns sem ég sá á hverjum degi.
Ég ætti kannski að hætta að kvarta undan rigningunni.
sunnudagur, júní 26, 2005
þurrkur hvað?
Ef ég heyri einhvern lofsama rigninguna sem kom í dag þá get ég lofað blóðsúthellingum. Aðra helgina í röð náði rigningin þvottinum á snúrunni og aftur þurftum við að drífa allt inn og þurrka inni. Þar sem húsið er ekkert sérlega heitt þá er ég ekki viss um að vinnufötin verði orðin þurr í fyrramálið, spurning um ástæðu til að vera heima...
Annars gerist ekki mikið markvert í Cobar þessa dagana. Okezie sýgur upp í nefið ótt og títt og bryður parasetamól eins og ég borða súkkulaði. Það er ekki til umræðu fyrir hann að liggja undir sæng á morgun þar sem þá verður að gefa öllum öðrum í apótekinu frí og loka búllunni. Ég er hins vegar hin hressasta að vanda og læt kvef og flensur náttúrulega ekki bíta á mig. Bara blaut fötin.
|
Annars gerist ekki mikið markvert í Cobar þessa dagana. Okezie sýgur upp í nefið ótt og títt og bryður parasetamól eins og ég borða súkkulaði. Það er ekki til umræðu fyrir hann að liggja undir sæng á morgun þar sem þá verður að gefa öllum öðrum í apótekinu frí og loka búllunni. Ég er hins vegar hin hressasta að vanda og læt kvef og flensur náttúrulega ekki bíta á mig. Bara blaut fötin.
laugardagur, júní 18, 2005
17. júní stemming á 18. júní
Haldiði ekki að hún mamma mín sé orðin sextug! Til hamingju með afmælið mamma mín! Ég er ekki viss um að þetta sé rétt samt þar sem þú ert engan vegin sextug í útliti eða anda. Vona að ég heyri í þér áður en þú ferð í felur í dag.
Hér er búin að vera sautjánda júní stemming í dag. Markaður í einum garðinum og hann rétt hékk þurr. Svo var líka svo skítakalt að eftir smá stund nísti kuldinn inn að beini og ég er ekki frá því að lungnabólga sé á leiðinni. Suss, mér var lofað að mér yrði aldrei aftur kalt ef ég flytti til Ástralíu. Það fer að koma að því að hann þurfi að halda á mér hita með handafli. Illa svikin, já já.
Já það fór svo ekki að rigna fyrr en þvotturinn var búinn að vera nærri því nógu lengi úti á snúru. Það vantar s.s. bara fánana, blöðrurnar og sleikjósnuðið til að fullkomna stemminguna. Hér eru regndansar bændanna loksins farnir að virka eftir 51/2 mánuð af brakandi þurrki og ekki plássi fyrir einn einasta regndropa og hér fagna allir nema ég sem hef séð nóg af rigningu fyrir ævina alla eftir þrjú haust í Englandi. Ég blóta því í hljóði því mér er nákvæmlega sama um geitur og svín, já og reyndar líka svo sem bændurna. Þekki þá nefnilega ekki.
Ég fór á Bodyshop kynningu í gærkveldi. Það var reyndar ekki mikið pláss fyrir kynninguna þar sem kvöldið var undirlagt kokteilum. Þeir kunna að skemmta sér Ástralirnir. Kynningin var líka hrikalega léleg, úti í garði í myrkri og kulda. Svo var kynnirinn nýbyrjuð í bransanum og bara með varavöru. Eftir útlegð hér í Cobar þá er fátt um fína drætti í snyrtimálunum og ég næ í meik í dolluna mína af einstakri einbeitni. Ætli ég þurfi ekki bara að "go native" - ekki ganga um nakin í andlitinu, nei, heldur panta úr póstlista.
|
Hér er búin að vera sautjánda júní stemming í dag. Markaður í einum garðinum og hann rétt hékk þurr. Svo var líka svo skítakalt að eftir smá stund nísti kuldinn inn að beini og ég er ekki frá því að lungnabólga sé á leiðinni. Suss, mér var lofað að mér yrði aldrei aftur kalt ef ég flytti til Ástralíu. Það fer að koma að því að hann þurfi að halda á mér hita með handafli. Illa svikin, já já.
Já það fór svo ekki að rigna fyrr en þvotturinn var búinn að vera nærri því nógu lengi úti á snúru. Það vantar s.s. bara fánana, blöðrurnar og sleikjósnuðið til að fullkomna stemminguna. Hér eru regndansar bændanna loksins farnir að virka eftir 51/2 mánuð af brakandi þurrki og ekki plássi fyrir einn einasta regndropa og hér fagna allir nema ég sem hef séð nóg af rigningu fyrir ævina alla eftir þrjú haust í Englandi. Ég blóta því í hljóði því mér er nákvæmlega sama um geitur og svín, já og reyndar líka svo sem bændurna. Þekki þá nefnilega ekki.
Ég fór á Bodyshop kynningu í gærkveldi. Það var reyndar ekki mikið pláss fyrir kynninguna þar sem kvöldið var undirlagt kokteilum. Þeir kunna að skemmta sér Ástralirnir. Kynningin var líka hrikalega léleg, úti í garði í myrkri og kulda. Svo var kynnirinn nýbyrjuð í bransanum og bara með varavöru. Eftir útlegð hér í Cobar þá er fátt um fína drætti í snyrtimálunum og ég næ í meik í dolluna mína af einstakri einbeitni. Ætli ég þurfi ekki bara að "go native" - ekki ganga um nakin í andlitinu, nei, heldur panta úr póstlista.
miðvikudagur, júní 15, 2005
Það hafðist!
Ég komst áfallalaust í gegnum landkynninguna í morgun. Sá reyndar að ein kona var sofandi en var fullvissuð um að það væri alvanalegt. Alla vega ekki eins slæmt og þegar bekkurinn minn á Hvammstanga fór á sjúkrahúsið að lesa ljóð og syngja. Ein konan byrjaði að bölva hástöfum í miðju ljóði hjá Pálma. Ég held að í undirmeðvitundinni hafi ég óttast að þetta myndi endurtaka sig í dag.
Góðverkin borga sig greinilega því í morgunkaffinu komu tvær stelpur að selja "raffle" miða. Ég keypti einn og vann. Held þetta sé í fyrsta sinn á ævinni sem ég vinn nokkurn hlut. Fékk fulla körfu af alls konar kremum svo ég hef enga ástæðu til að koma í vinnunna illa til höfð.
Á leiðinni heim hækkaði svo púlsinn heldur betur því það eltu mig þrír hundar. Ég hata hunda, er skíthrædd við þá. Sem betur fer geltu þeir ekki að mér (væntanlega vegna góðverksins) en ég gaf í og færði mig yfir götuna. Það eiga nánast allir hér hund og margir eiga nokkra. Nágrannahundurinn geltir alltaf að mér þegar ég labba þar framhjá og er ég guðslifandifegin að hann var ekki einn af þessum lausu.
Búið í bili, samviskusami bloggarinn.
|
Góðverkin borga sig greinilega því í morgunkaffinu komu tvær stelpur að selja "raffle" miða. Ég keypti einn og vann. Held þetta sé í fyrsta sinn á ævinni sem ég vinn nokkurn hlut. Fékk fulla körfu af alls konar kremum svo ég hef enga ástæðu til að koma í vinnunna illa til höfð.
Á leiðinni heim hækkaði svo púlsinn heldur betur því það eltu mig þrír hundar. Ég hata hunda, er skíthrædd við þá. Sem betur fer geltu þeir ekki að mér (væntanlega vegna góðverksins) en ég gaf í og færði mig yfir götuna. Það eiga nánast allir hér hund og margir eiga nokkra. Nágrannahundurinn geltir alltaf að mér þegar ég labba þar framhjá og er ég guðslifandifegin að hann var ekki einn af þessum lausu.
Búið í bili, samviskusami bloggarinn.
þriðjudagur, júní 14, 2005
Ekki alveg Björk
Ég er ekkert sérlega góð landkynning. Svo sem verð ekkert landi og þjóð til helberrar skammar en það sem ég meina er að þegar fólk sýnir Íslandi áhuga þá er ég komin með leið á landkynningu. Nenni ekkert að segja sömu hlutina aftur og aftur og lái mér hver sem það vill. Þess vegna hlakka ég ekki til Íslandsdagsins á morgun í vinnunni. Jamm, ég var beðin um að tala um Ísland í vinnunni við gamla fólkið og það verður eldað lambakjöt og bökuð svampterta að því tilefni. Reyndi ekki að fara fram á kleinubakstur, væri samt sko til í að borða kleinu núna.
Nú ég er samviskusamlega búin að stela ýmsum upplýsingum um Ísalandið góða af netinu. Kött peist bjargaði mér í þetta sinnið. Vildi að ég gæti sungið eins og einn ættjarðarsálm en þá værum við farin að tala um landskömm. Svo er ég soldið hrædd um að fólk eigi hvorki eftir að heyra í mér né skilja mig. Læt ykkur vita hvernig þetta gengur allt saman.
|
Nú ég er samviskusamlega búin að stela ýmsum upplýsingum um Ísalandið góða af netinu. Kött peist bjargaði mér í þetta sinnið. Vildi að ég gæti sungið eins og einn ættjarðarsálm en þá værum við farin að tala um landskömm. Svo er ég soldið hrædd um að fólk eigi hvorki eftir að heyra í mér né skilja mig. Læt ykkur vita hvernig þetta gengur allt saman.
mánudagur, júní 13, 2005
Löng helgi
er senn á enda. Já er ekki bara helv. fínt að fá frídag til að halda upp afmæli drottningar? Við fórum til Griffith sem er 25þús manna bær í suðurátt. Lögðum af stað eftir vinnu hjá Okezie á laugardaginn og vorum komin um fimm leytið á leiðarenda. Skiptumst á að keyra þar sem það er verulega þreytandi að keyra eftir beinum vegi mjög lengi og fókusa á kengúrur og geitur í vegarkanti. Við sáum reyndar ekki eins mikið af kengúrum þar sem þær eru meira fyrir dimmuna en við keyrðum sem betur fer í björtu. Hins vegar er búið að rigna svo mikið hérna um helgina að það voru svona flóðpollar út um allt. Ég er greinilega ekki mjög dómbær á dýpt svona polla og fór alltof hratt í einn sem leiddi til þess að bíllinn missti kraft ískyggilega mikið. Það lagaðist sem betur fer því það var mjög lítil umferð og um það bil 200 km í hvora átt í næsta bæ. Í Griffith vorum við eins og Jósef og María mínus Jesúbarnið því öll mótelin voru full. Að lokum fengum við þó herbergi sem einhver hafði ekki náð í tíma til að tékka sig inn. Sjúkk. Vorum farin að sjá fram á langa og leiðinlega nótt í bílnum.
Við fórum alveg án plana og það var ekki mikið að gera í Griffith. Komst í nokkrar búðir þó sem betur fer og á núna t.d. splúnkunýjar og yndislegar náttbuxur. Við vorum búin að hlakka mikið til að fara í bíó en sú tilhlökkun varð að sárum vonbrigðum þegar eina myndin í bíó var Star Wars. Mig langaði ekki það mikið í bíó...
Skemmtilegast var ferð á ávaxtabúgarð í gær. Þar sáum við allskonar ávaxtatré og hnetutré og fengum að smakka mikið gott. Þar var líka lítil búð þar sem ég keyti alls konar ávaxtamauk og chillitómatarelish og fleira. Namm namm. Griffith er mikið matarhérað. Þar er mestur vínberjabúskapurinn og þ.a.l. mest víngerð í Ástralíu. Svo sáum við ógrynni af appelsínutrjám með þroskuðum applelsínum á. Ég stóðst ekki mátið, fékk Okezie til að stoppa bílinn, stökk út og stal þremur appelsínum. Þær sem fóru með mér í náttfataferðina á Selfoss í den muna kannski hve mikið samviskubit ég fékk þegar ég stal lásaolíunni (sem ég nota bene skilaði á leiðinni til baka) og það er ekki laust við að ég hafi tékkað soldið á því hvort það sé nokkuð farið að vaxa Lákaskott á mér. Er hins vegar ekki enn búin að smakka á þýfinu en það verður vafalaust beiskt og vont eins og allur illur fengur.
Það var reglulega gott að komast aðeins frá Cobar þó það hefði kannski verið skemmtilegra að komast alla vega í bíó... Það var líka gott að komast báðar ferðir án þess að keyra á kengúru eins og er ansi hætt við hér. Var ég annars búin að segja ykkur að Cobarhérað er jafnstórt og öll Danmörk?
|
Við fórum alveg án plana og það var ekki mikið að gera í Griffith. Komst í nokkrar búðir þó sem betur fer og á núna t.d. splúnkunýjar og yndislegar náttbuxur. Við vorum búin að hlakka mikið til að fara í bíó en sú tilhlökkun varð að sárum vonbrigðum þegar eina myndin í bíó var Star Wars. Mig langaði ekki það mikið í bíó...
Skemmtilegast var ferð á ávaxtabúgarð í gær. Þar sáum við allskonar ávaxtatré og hnetutré og fengum að smakka mikið gott. Þar var líka lítil búð þar sem ég keyti alls konar ávaxtamauk og chillitómatarelish og fleira. Namm namm. Griffith er mikið matarhérað. Þar er mestur vínberjabúskapurinn og þ.a.l. mest víngerð í Ástralíu. Svo sáum við ógrynni af appelsínutrjám með þroskuðum applelsínum á. Ég stóðst ekki mátið, fékk Okezie til að stoppa bílinn, stökk út og stal þremur appelsínum. Þær sem fóru með mér í náttfataferðina á Selfoss í den muna kannski hve mikið samviskubit ég fékk þegar ég stal lásaolíunni (sem ég nota bene skilaði á leiðinni til baka) og það er ekki laust við að ég hafi tékkað soldið á því hvort það sé nokkuð farið að vaxa Lákaskott á mér. Er hins vegar ekki enn búin að smakka á þýfinu en það verður vafalaust beiskt og vont eins og allur illur fengur.
Það var reglulega gott að komast aðeins frá Cobar þó það hefði kannski verið skemmtilegra að komast alla vega í bíó... Það var líka gott að komast báðar ferðir án þess að keyra á kengúru eins og er ansi hætt við hér. Var ég annars búin að segja ykkur að Cobarhérað er jafnstórt og öll Danmörk?
föstudagur, júní 10, 2005
Ókei ókei...
Þið megið velja bestu ástæðuna fyrir meintri bloggleti.
a) Mér var sagt að þegja
b) Það er of kalt í tölvuherberginu á kvöldin þegar ég kem heim
c) Ég er farin að vinna og sit þar fyrir framan tölvu allan daginn og nenni því s.s. ekki á kvöldin
d) Búin að vera í Ástralíu í þrjá mánuði og nýjabrumið að renna af
e) Það gerist aldrei neitt í Cobar
f) Það kommentar aldrei neinn svo það tekur því ekki að blogga...
Já, tvær vikur síðan ég bloggaði síðast og lesendahópurinn hlýtur að vera að þynnast. Ég biðst náttúrulega afsökunar frá dýpstu hjartarótunum. En þar sem auðvitað eitthvað hefur sossem gerst á þessum tíma þá ætla ég bara að velja auðveldu leiðina eins og Matta gerir alltaf og blogga í stikkorðum. Síðan síðast:
-Er ég alveg búin að læra hvað ég er að gera í vinnunni. Þetta er ekkert skemmtilegast í heimi en starfsfólkið er skemmtilegt og ég fæ bæði hádegishlé og morgunkaffi (ekki haft fyrir svoleiðis munaði í Englandi).
-Er ég búin að vera ógurlega löt í líkamsræktinni og kenni ég eindæma leti alfarið um. Stendur til bóta.
-Er ég búin að sofna alltof snemma í stofunni og vera þ.a.l. andvaka á nóttunni. Held ég sé að breytast í mömmu mína.
-Búin að fá heimþrá í kringum afmælið hans Dags. Er ekki enn búin að fá mér súkkulaðiköku Eyrúnar.
-Ég horfði á box og hafði gaman af í fyrsta skiptið. Manchesterladdinn Ricky Hatton sigraði þar Ástralann Kostya Tzsu. Við horfðum á boxið á skuggalega pöbbnum.
- Orðin alvöru fyrstuhjálparmanneskja með skírteini og alles. Man meir að segja hvað á að gera við köngulóarbitum.
- Orðin forfallinn fuglaaðdáandi. Ætla að reyna að finna mynd á netinu af páfagaukunum sem fljúga út um allt hér.
-Er búið að rigna í fyrsta sinn síðan við komum hingað. Það var samt ekki mikið.
- Hrasaði næstum því um dauða kengúru á leiðinni í vinnuna. Einhver hafði s.s. keyrt á hana um nóttina og hent hræinu út í vegarkant. Ég var með velgju í maganum allan daginn.
Á döfinni er:
- Löng helgi þar sem við höldum upp á afmæli Elísabetar Bretadrottningar á mánudaginn. Við erum búin að fá lánaðan bíl og ætlum annað hvort til Broken Hill eða Griffith, hægri eða vinstri. Báðir bæirnir eru í 3-4 tíma fjarlægð.
- Kveðjupartý fyrir eina í vinnunni á veitingastað.
- Að skipuleggja sumarfrí. Við ætlum til Northern Territory í tvær vikur í lok ágúst.
Læt þetta duga í bili
|
a) Mér var sagt að þegja
b) Það er of kalt í tölvuherberginu á kvöldin þegar ég kem heim
c) Ég er farin að vinna og sit þar fyrir framan tölvu allan daginn og nenni því s.s. ekki á kvöldin
d) Búin að vera í Ástralíu í þrjá mánuði og nýjabrumið að renna af
e) Það gerist aldrei neitt í Cobar
f) Það kommentar aldrei neinn svo það tekur því ekki að blogga...
Já, tvær vikur síðan ég bloggaði síðast og lesendahópurinn hlýtur að vera að þynnast. Ég biðst náttúrulega afsökunar frá dýpstu hjartarótunum. En þar sem auðvitað eitthvað hefur sossem gerst á þessum tíma þá ætla ég bara að velja auðveldu leiðina eins og Matta gerir alltaf og blogga í stikkorðum. Síðan síðast:
-Er ég alveg búin að læra hvað ég er að gera í vinnunni. Þetta er ekkert skemmtilegast í heimi en starfsfólkið er skemmtilegt og ég fæ bæði hádegishlé og morgunkaffi (ekki haft fyrir svoleiðis munaði í Englandi).
-Er ég búin að vera ógurlega löt í líkamsræktinni og kenni ég eindæma leti alfarið um. Stendur til bóta.
-Er ég búin að sofna alltof snemma í stofunni og vera þ.a.l. andvaka á nóttunni. Held ég sé að breytast í mömmu mína.
-Búin að fá heimþrá í kringum afmælið hans Dags. Er ekki enn búin að fá mér súkkulaðiköku Eyrúnar.
-Ég horfði á box og hafði gaman af í fyrsta skiptið. Manchesterladdinn Ricky Hatton sigraði þar Ástralann Kostya Tzsu. Við horfðum á boxið á skuggalega pöbbnum.
- Orðin alvöru fyrstuhjálparmanneskja með skírteini og alles. Man meir að segja hvað á að gera við köngulóarbitum.
- Orðin forfallinn fuglaaðdáandi. Ætla að reyna að finna mynd á netinu af páfagaukunum sem fljúga út um allt hér.
-Er búið að rigna í fyrsta sinn síðan við komum hingað. Það var samt ekki mikið.
- Hrasaði næstum því um dauða kengúru á leiðinni í vinnuna. Einhver hafði s.s. keyrt á hana um nóttina og hent hræinu út í vegarkant. Ég var með velgju í maganum allan daginn.
Á döfinni er:
- Löng helgi þar sem við höldum upp á afmæli Elísabetar Bretadrottningar á mánudaginn. Við erum búin að fá lánaðan bíl og ætlum annað hvort til Broken Hill eða Griffith, hægri eða vinstri. Báðir bæirnir eru í 3-4 tíma fjarlægð.
- Kveðjupartý fyrir eina í vinnunni á veitingastað.
- Að skipuleggja sumarfrí. Við ætlum til Northern Territory í tvær vikur í lok ágúst.
Læt þetta duga í bili