Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

þriðjudagur, júní 14, 2005

 

Ekki alveg Björk

Ég er ekkert sérlega góð landkynning. Svo sem verð ekkert landi og þjóð til helberrar skammar en það sem ég meina er að þegar fólk sýnir Íslandi áhuga þá er ég komin með leið á landkynningu. Nenni ekkert að segja sömu hlutina aftur og aftur og lái mér hver sem það vill. Þess vegna hlakka ég ekki til Íslandsdagsins á morgun í vinnunni. Jamm, ég var beðin um að tala um Ísland í vinnunni við gamla fólkið og það verður eldað lambakjöt og bökuð svampterta að því tilefni. Reyndi ekki að fara fram á kleinubakstur, væri samt sko til í að borða kleinu núna.

Nú ég er samviskusamlega búin að stela ýmsum upplýsingum um Ísalandið góða af netinu. Kött peist bjargaði mér í þetta sinnið. Vildi að ég gæti sungið eins og einn ættjarðarsálm en þá værum við farin að tala um landskömm. Svo er ég soldið hrædd um að fólk eigi hvorki eftir að heyra í mér né skilja mig. Læt ykkur vita hvernig þetta gengur allt saman.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?