Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

sunnudagur, júní 26, 2005

 

þurrkur hvað?

Ef ég heyri einhvern lofsama rigninguna sem kom í dag þá get ég lofað blóðsúthellingum. Aðra helgina í röð náði rigningin þvottinum á snúrunni og aftur þurftum við að drífa allt inn og þurrka inni. Þar sem húsið er ekkert sérlega heitt þá er ég ekki viss um að vinnufötin verði orðin þurr í fyrramálið, spurning um ástæðu til að vera heima...

Annars gerist ekki mikið markvert í Cobar þessa dagana. Okezie sýgur upp í nefið ótt og títt og bryður parasetamól eins og ég borða súkkulaði. Það er ekki til umræðu fyrir hann að liggja undir sæng á morgun þar sem þá verður að gefa öllum öðrum í apótekinu frí og loka búllunni. Ég er hins vegar hin hressasta að vanda og læt kvef og flensur náttúrulega ekki bíta á mig. Bara blaut fötin.

Comments:
...mæli með því að fara sparlega í þetta með súkkulaðið. Það vill loða við mann til lengdar...
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?