miðvikudagur, júní 15, 2005
Það hafðist!
Ég komst áfallalaust í gegnum landkynninguna í morgun. Sá reyndar að ein kona var sofandi en var fullvissuð um að það væri alvanalegt. Alla vega ekki eins slæmt og þegar bekkurinn minn á Hvammstanga fór á sjúkrahúsið að lesa ljóð og syngja. Ein konan byrjaði að bölva hástöfum í miðju ljóði hjá Pálma. Ég held að í undirmeðvitundinni hafi ég óttast að þetta myndi endurtaka sig í dag.
Góðverkin borga sig greinilega því í morgunkaffinu komu tvær stelpur að selja "raffle" miða. Ég keypti einn og vann. Held þetta sé í fyrsta sinn á ævinni sem ég vinn nokkurn hlut. Fékk fulla körfu af alls konar kremum svo ég hef enga ástæðu til að koma í vinnunna illa til höfð.
Á leiðinni heim hækkaði svo púlsinn heldur betur því það eltu mig þrír hundar. Ég hata hunda, er skíthrædd við þá. Sem betur fer geltu þeir ekki að mér (væntanlega vegna góðverksins) en ég gaf í og færði mig yfir götuna. Það eiga nánast allir hér hund og margir eiga nokkra. Nágrannahundurinn geltir alltaf að mér þegar ég labba þar framhjá og er ég guðslifandifegin að hann var ekki einn af þessum lausu.
Búið í bili, samviskusami bloggarinn.
|
Góðverkin borga sig greinilega því í morgunkaffinu komu tvær stelpur að selja "raffle" miða. Ég keypti einn og vann. Held þetta sé í fyrsta sinn á ævinni sem ég vinn nokkurn hlut. Fékk fulla körfu af alls konar kremum svo ég hef enga ástæðu til að koma í vinnunna illa til höfð.
Á leiðinni heim hækkaði svo púlsinn heldur betur því það eltu mig þrír hundar. Ég hata hunda, er skíthrædd við þá. Sem betur fer geltu þeir ekki að mér (væntanlega vegna góðverksins) en ég gaf í og færði mig yfir götuna. Það eiga nánast allir hér hund og margir eiga nokkra. Nágrannahundurinn geltir alltaf að mér þegar ég labba þar framhjá og er ég guðslifandifegin að hann var ekki einn af þessum lausu.
Búið í bili, samviskusami bloggarinn.