mánudagur, júní 13, 2005
Löng helgi
er senn á enda. Já er ekki bara helv. fínt að fá frídag til að halda upp afmæli drottningar? Við fórum til Griffith sem er 25þús manna bær í suðurátt. Lögðum af stað eftir vinnu hjá Okezie á laugardaginn og vorum komin um fimm leytið á leiðarenda. Skiptumst á að keyra þar sem það er verulega þreytandi að keyra eftir beinum vegi mjög lengi og fókusa á kengúrur og geitur í vegarkanti. Við sáum reyndar ekki eins mikið af kengúrum þar sem þær eru meira fyrir dimmuna en við keyrðum sem betur fer í björtu. Hins vegar er búið að rigna svo mikið hérna um helgina að það voru svona flóðpollar út um allt. Ég er greinilega ekki mjög dómbær á dýpt svona polla og fór alltof hratt í einn sem leiddi til þess að bíllinn missti kraft ískyggilega mikið. Það lagaðist sem betur fer því það var mjög lítil umferð og um það bil 200 km í hvora átt í næsta bæ. Í Griffith vorum við eins og Jósef og María mínus Jesúbarnið því öll mótelin voru full. Að lokum fengum við þó herbergi sem einhver hafði ekki náð í tíma til að tékka sig inn. Sjúkk. Vorum farin að sjá fram á langa og leiðinlega nótt í bílnum.
Við fórum alveg án plana og það var ekki mikið að gera í Griffith. Komst í nokkrar búðir þó sem betur fer og á núna t.d. splúnkunýjar og yndislegar náttbuxur. Við vorum búin að hlakka mikið til að fara í bíó en sú tilhlökkun varð að sárum vonbrigðum þegar eina myndin í bíó var Star Wars. Mig langaði ekki það mikið í bíó...
Skemmtilegast var ferð á ávaxtabúgarð í gær. Þar sáum við allskonar ávaxtatré og hnetutré og fengum að smakka mikið gott. Þar var líka lítil búð þar sem ég keyti alls konar ávaxtamauk og chillitómatarelish og fleira. Namm namm. Griffith er mikið matarhérað. Þar er mestur vínberjabúskapurinn og þ.a.l. mest víngerð í Ástralíu. Svo sáum við ógrynni af appelsínutrjám með þroskuðum applelsínum á. Ég stóðst ekki mátið, fékk Okezie til að stoppa bílinn, stökk út og stal þremur appelsínum. Þær sem fóru með mér í náttfataferðina á Selfoss í den muna kannski hve mikið samviskubit ég fékk þegar ég stal lásaolíunni (sem ég nota bene skilaði á leiðinni til baka) og það er ekki laust við að ég hafi tékkað soldið á því hvort það sé nokkuð farið að vaxa Lákaskott á mér. Er hins vegar ekki enn búin að smakka á þýfinu en það verður vafalaust beiskt og vont eins og allur illur fengur.
Það var reglulega gott að komast aðeins frá Cobar þó það hefði kannski verið skemmtilegra að komast alla vega í bíó... Það var líka gott að komast báðar ferðir án þess að keyra á kengúru eins og er ansi hætt við hér. Var ég annars búin að segja ykkur að Cobarhérað er jafnstórt og öll Danmörk?
|
Við fórum alveg án plana og það var ekki mikið að gera í Griffith. Komst í nokkrar búðir þó sem betur fer og á núna t.d. splúnkunýjar og yndislegar náttbuxur. Við vorum búin að hlakka mikið til að fara í bíó en sú tilhlökkun varð að sárum vonbrigðum þegar eina myndin í bíó var Star Wars. Mig langaði ekki það mikið í bíó...
Skemmtilegast var ferð á ávaxtabúgarð í gær. Þar sáum við allskonar ávaxtatré og hnetutré og fengum að smakka mikið gott. Þar var líka lítil búð þar sem ég keyti alls konar ávaxtamauk og chillitómatarelish og fleira. Namm namm. Griffith er mikið matarhérað. Þar er mestur vínberjabúskapurinn og þ.a.l. mest víngerð í Ástralíu. Svo sáum við ógrynni af appelsínutrjám með þroskuðum applelsínum á. Ég stóðst ekki mátið, fékk Okezie til að stoppa bílinn, stökk út og stal þremur appelsínum. Þær sem fóru með mér í náttfataferðina á Selfoss í den muna kannski hve mikið samviskubit ég fékk þegar ég stal lásaolíunni (sem ég nota bene skilaði á leiðinni til baka) og það er ekki laust við að ég hafi tékkað soldið á því hvort það sé nokkuð farið að vaxa Lákaskott á mér. Er hins vegar ekki enn búin að smakka á þýfinu en það verður vafalaust beiskt og vont eins og allur illur fengur.
Það var reglulega gott að komast aðeins frá Cobar þó það hefði kannski verið skemmtilegra að komast alla vega í bíó... Það var líka gott að komast báðar ferðir án þess að keyra á kengúru eins og er ansi hætt við hér. Var ég annars búin að segja ykkur að Cobarhérað er jafnstórt og öll Danmörk?