miðvikudagur, nóvember 30, 2005
Fyrstu myndir...
Eg aetladi ad vera buin ad skanna thessar myndir inn fyrir longu en thetta er fra sonarnum um midjan oktober. Eg reyndi ad klippa ut eina af myndunum ut og setja bara hana inn en thad tokst ekki. Efri myndirnar tvaer eru af andlitinu, enni, nebbi, varir og haka. Nedri til vinstri er af handlegg og su til haegri er af ilinni.
|
laugardagur, nóvember 19, 2005
Frjósemismyndir - ekkert dónó samt
Þar sem sumarið nálgast eins og óð fluga þá er ekkert auðvelt að koma sér í jólaskap! Ég er búin að hlusta á jólalög í nokkra klukkutíma meðan ég sinnti húsverkum. Jólahreingerningin er nú ekki komin af stað en ég spúlaði samt gluggana að utan í 30stiga hitanum, búin að þvo þvotta og vökva garðinn meðal annars. Ég er að reyna að koma mér af stað í jólaskapið og ætla að pakka inn gjöfunum í dag - þegar stemmingin kikkir inn. Kannski virkar jólatónlistin betur ef ég skelli íslenskum jólalögum á, þau eru hins vegar ekki heima, fóru í vinnuna með Okezie og hinum geisladiskunum.
Í staðinn fyrir jólasnjó, seríur og jólatréskraut kemur aftur á móti aldingarðsstemming. Hér að neðan eru myndir af fíkjum á fíkjutrénu, vínberin fara að verða tilbúin og svo eru þetta apríkósur sem verða líklega étnar af flugum, sýnist þær nú þegar vera búnar að gæða sér á hellingi. Að lokum skellti ég inn mynd af aðalávextinum í hylkinu. Hann hlýtur að fara að verða tilbúinn, alla vega er ekki mikið meira pláss í mér!
Fíkjur - ég smakkaði ferskar fíkjur í fyrsta sinn hér í Ástralíu og þær voru unaðslegar. Vonandi verða þessar ætar.
Vínviðurinn í bakgarðinum, það er mun meira af honum og ég á aldrei eftir að geta borðað öll þessi vínber.
Þarna fann ég klasa sem er næstum því tilbúinn
Apríkósurnar eiga enn þónokkuð langt í land
Og að lokum aðalávöxturinn sem vex sem aldrei fyrr með tilheyrandi strekkingu á húð.
|
Í staðinn fyrir jólasnjó, seríur og jólatréskraut kemur aftur á móti aldingarðsstemming. Hér að neðan eru myndir af fíkjum á fíkjutrénu, vínberin fara að verða tilbúin og svo eru þetta apríkósur sem verða líklega étnar af flugum, sýnist þær nú þegar vera búnar að gæða sér á hellingi. Að lokum skellti ég inn mynd af aðalávextinum í hylkinu. Hann hlýtur að fara að verða tilbúinn, alla vega er ekki mikið meira pláss í mér!
Fíkjur - ég smakkaði ferskar fíkjur í fyrsta sinn hér í Ástralíu og þær voru unaðslegar. Vonandi verða þessar ætar.
Vínviðurinn í bakgarðinum, það er mun meira af honum og ég á aldrei eftir að geta borðað öll þessi vínber.
Þarna fann ég klasa sem er næstum því tilbúinn
Apríkósurnar eiga enn þónokkuð langt í land
Og að lokum aðalávöxturinn sem vex sem aldrei fyrr með tilheyrandi strekkingu á húð.
fimmtudagur, nóvember 17, 2005
Félagsskapur í sturtunni - næstum því.
Þar sem ég var við það að stíga inn í sturtuna í morgun tók ég eftir einhverju á fleygiferð í sturtubotninum. Ég þurfti náttúrulega að setja upp gleraugun til að sjá hvað þetta væri. Hefði betur sleppt því og kallað bara strax á Okezie þar sem þessi risastóri kakkalakki barðist fyrir lífi sínu liggjandi á bakinu og spriklandi á fullu. Til að líta á björtu hliðarnar á lífinu get ég sagt ykkur að ég öskraði ekkert og var bara fegin að hann væri stór, sjái maður lítinn lakka þá er frekar líklegt að fjöldamörg systkini séu í felum. Ég er hins vegar staðráðin í að trúa að þessi hafi nú bara verið í heimsókn, rétt nýkominn meir að segja.
Annars er allt fínt héðan. Bíllinn er góður og ég er fegin að vera hætt að labba í hitanum og flugunum í vinnuna. Svo fór ég í fyrsta sinn til fæðingarlæknis í dag. Hingað til hef ég bara farið til heimilislæknisins og ekki hitt neina ljósmóður. Ég veit meira núna hvernig þetta gengur fyrir sig í Dubbo þegar þar að kemur. Mér er soldið illt í mjóhryggnum þessa dagana og finnst ég vera orðin mjög þung á mér en annars hef ég það mjög gott og sef alla nóttina. Vakna ekki einu sinni til að pissa (svo það misskiljist ekki þá er það vegna þess að ég þarf ekki að pissa á nóttinni, ekki að ég láti bara vaða í rúmið.)
|
Annars er allt fínt héðan. Bíllinn er góður og ég er fegin að vera hætt að labba í hitanum og flugunum í vinnuna. Svo fór ég í fyrsta sinn til fæðingarlæknis í dag. Hingað til hef ég bara farið til heimilislæknisins og ekki hitt neina ljósmóður. Ég veit meira núna hvernig þetta gengur fyrir sig í Dubbo þegar þar að kemur. Mér er soldið illt í mjóhryggnum þessa dagana og finnst ég vera orðin mjög þung á mér en annars hef ég það mjög gott og sef alla nóttina. Vakna ekki einu sinni til að pissa (svo það misskiljist ekki þá er það vegna þess að ég þarf ekki að pissa á nóttinni, ekki að ég láti bara vaða í rúmið.)
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
Bugles
Munið þið eftir "Bugles" eða Böggles eins og flestir kannski þekkja það? Ég var nefnilega búin að steingleyma því. Var reyndar aldrei sérstaklega mikill "fan" þó ég hámaði það að sjálfsögðu í mig væri það í boði - einkum og sér í lagi með góðri ídýfu. Allavega, þá var ég minnt á Böggles og það tvisvar á örfáum dögum. Það var í bíómynd og sjónvarpsþætti og það sem kom mest á óvart var að þau sögðu ekkert Böggles heldur Bjúguls! Þessir útlendingar kunna sko ekkert í framburði!
|
sunnudagur, nóvember 13, 2005
| |Helgin
Við erum nýkomin frá Dubbo þar sem nýi bíllinn beið okkar. Við vorum svo heppin að fá far með vinnufélaga mínum en alla leiðina var ég pínu smeyk við að bíllinn væri ekkert þar sem hann ætti að vera. Sú var einmitt raunin, við komum að bensínstöðinni og þar var enginn flottur bíll. Sem betur fer höfðum við þá farið á vitlausa stöð og allt var í góðu. Það er samt betra að vera undirbúin.
Ferðina átti líka að nýta til að kaupa barna"stuff". Bílstól, kerru, bað og fleira enda styttist þetta með hverri vikunni! Nú eru bara svona 8-10 vikur eftir og við eigum varla eftir að nenna að fara mikið rétt fyrir jólin. Málið er samt að það er bara ekkert sérstaklega auðvelt að velja á milli svona hluta, hver er munurinn á öllum þessum mismunandi stólum, rúmum og svo framvegis. Mitt í öllum þessum valörðugleikum hittum við svo konu sem ég vinn með sem bauðst til að lána okkur allt heila klabbið þangað til við flytjum til Cairns. Það var þegið með þökkum og til að fagna skelltum við okkur á barnabílstól.
Heimleiðin varð skrautlegri en til stóð. Þegar ég var búin að lesa tvö tímarit leit ég loksins upp og kannaðist ekki almennilega við mig. Fannst það þó ekki mikið að marka þar sem ég sef yfirleitt í bíl eða les og verð soldið áttavillt. Loksins stundi ég þó upp að ég héldi að við værum kannski ekki alveg á réttri leið. Það féll ekki í góðan jarðveg. Ég er nefnilega stundum kölluð Hyacinth af mínum sambýlingi. Veit ekki hvort margir muna eftir Hyacinth Buckett (lesist Búkei) úr bresku þáttunum Keeping Up Appearances en hún var ansi góð í að segja manninum sínum, honum Richard, til við akstur. Allavega eftir smá umræður um þetta mál var minn "Richard" kominn á sömu skoðun og við snerum við. Hann hafði gleymt einni beygju á leiðinni, við höfðum keyrt svona tæpa 100 km í vitlausa átt. Það þurfa greinilega allir menn á sinni Hyacinth að halda. -Nema náttúrulega að maðurinn hafi bara haft svona gaman að því að keyra nýja bílinn sinn. Um leið og við komum heim þvoði hann svo allar flugurnar og fiðrildin sem voru farin að byrgja okkur sýn og fóru bílnum ekkert sérlega vel. Hér að eru myndir af honum með sitt nýja baby og mér með mitt í mallanum.
|
Ferðina átti líka að nýta til að kaupa barna"stuff". Bílstól, kerru, bað og fleira enda styttist þetta með hverri vikunni! Nú eru bara svona 8-10 vikur eftir og við eigum varla eftir að nenna að fara mikið rétt fyrir jólin. Málið er samt að það er bara ekkert sérstaklega auðvelt að velja á milli svona hluta, hver er munurinn á öllum þessum mismunandi stólum, rúmum og svo framvegis. Mitt í öllum þessum valörðugleikum hittum við svo konu sem ég vinn með sem bauðst til að lána okkur allt heila klabbið þangað til við flytjum til Cairns. Það var þegið með þökkum og til að fagna skelltum við okkur á barnabílstól.
Heimleiðin varð skrautlegri en til stóð. Þegar ég var búin að lesa tvö tímarit leit ég loksins upp og kannaðist ekki almennilega við mig. Fannst það þó ekki mikið að marka þar sem ég sef yfirleitt í bíl eða les og verð soldið áttavillt. Loksins stundi ég þó upp að ég héldi að við værum kannski ekki alveg á réttri leið. Það féll ekki í góðan jarðveg. Ég er nefnilega stundum kölluð Hyacinth af mínum sambýlingi. Veit ekki hvort margir muna eftir Hyacinth Buckett (lesist Búkei) úr bresku þáttunum Keeping Up Appearances en hún var ansi góð í að segja manninum sínum, honum Richard, til við akstur. Allavega eftir smá umræður um þetta mál var minn "Richard" kominn á sömu skoðun og við snerum við. Hann hafði gleymt einni beygju á leiðinni, við höfðum keyrt svona tæpa 100 km í vitlausa átt. Það þurfa greinilega allir menn á sinni Hyacinth að halda. -Nema náttúrulega að maðurinn hafi bara haft svona gaman að því að keyra nýja bílinn sinn. Um leið og við komum heim þvoði hann svo allar flugurnar og fiðrildin sem voru farin að byrgja okkur sýn og fóru bílnum ekkert sérlega vel. Hér að eru myndir af honum með sitt nýja baby og mér með mitt í mallanum.
miðvikudagur, nóvember 09, 2005
Ef ég væri ekki svona hégómafull...
þá hefði ég látið Okezie taka mynd af mér núna áðan og sett hana á netið. En þar sem ég fíla ekkert sérstaklega myndir af mér með rauðar kinnar, klesst hár og svitabletti hér og þar þá missið þið af því. Hér fór hitinn upp í 39 gráður í dag og sannkallað brókarveður (Héðinn alltaf velkominn!). Loftkælingin er ekkert sérlega hrifin af hitanum heldur og blæs því bara heitu lofti. Ég sat því fyrir framan nýjastu bestu vinkonuna og lét hana blása köldu framan í mig þangað til ég var komin með augnþurrk. Ennþá er hægt að bæta við 10 gráðum þegar það verður heitast. Lovely...
Annars er það helst í fréttum að við erum búin með alla peningana okkar, búin að borga fyrir lóðina og kaupa bíl. Jamm. Það þýðir ekkert annað í þessum hita, ég er að gefast upp á að labba í vinnuna og heim. Um helgina sækjum við því silfurgráan Alfa Romeo 2002. Ægilega fínn.
Fleira var það ekki enda ekki mikil orka í svona pikkerí.
|
Annars er það helst í fréttum að við erum búin með alla peningana okkar, búin að borga fyrir lóðina og kaupa bíl. Jamm. Það þýðir ekkert annað í þessum hita, ég er að gefast upp á að labba í vinnuna og heim. Um helgina sækjum við því silfurgráan Alfa Romeo 2002. Ægilega fínn.
Fleira var það ekki enda ekki mikil orka í svona pikkerí.
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Sporðdrekar og lamadýr
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir nokkrum mánuðum átti ég ekki von á að dýralífið í Ástralíu yrði aðalumfjöllunarefnið. Í dag kynntist ég alvöru sporðdreka í fyrsta sinn. Reyndar var hann ósköp lítill og hafði þegar verið veiddur í plastglas. Ég ákvað að ég ætlaði að reyna að komast hjá frekari kynnum. Svo í dag var ég að keyra í "bæinn" þegar ég sá frekar stóra kind vera teymda yfir götuna. Þegar nær dró sá ég að væri þetta kind þá væri hálsinn frekar langur. Þetta var sumsé lamadýr! Hver á lamadýr sem gæludýr?
Þær frábæru fréttir er héðan frá okkur að loftkælingin ákvað að virka ekkert meira. Ég sit því með viftu í fanginu og læt vindinn blása hár mitt í þessa fínu 80´s hárgreiðslu, vængir og alles. Vonandi fáum við mann til að líta á kerfið hér og koma því lag á morgun.
|
Þær frábæru fréttir er héðan frá okkur að loftkælingin ákvað að virka ekkert meira. Ég sit því með viftu í fanginu og læt vindinn blása hár mitt í þessa fínu 80´s hárgreiðslu, vængir og alles. Vonandi fáum við mann til að líta á kerfið hér og koma því lag á morgun.
Hitnar í kolunum
Gærdagurinn var heitur. Svo heitur að ég ætlaði aldrei að koma mér heim úr vinnunni, var alltaf að bíða eftir að einhver væri að fara sem ég gæti fengið far með. Úr því varð nú ekki. Ég ætlaði þvi´að fara í sund til að kæla mig. Þegar ég kom heim gat ég ekki hugsað mér að fara út aftur, þó það tæki ekki nema 5 mínútur að labba þangað. Fór í staðinn í kalda sturtu - var enn heitt eftir það. Í nótt vaknaði ég svo í svitabaði.
Í dag verður það varla betra. 25 stiga hiti klukkan 5 í morgun en við ætlum að skilja loftkælinguna eftir á fullu í allan dag. Ég býð ekki í 15 gráður í viðbót, ég get svarið það...
|
Í dag verður það varla betra. 25 stiga hiti klukkan 5 í morgun en við ætlum að skilja loftkælinguna eftir á fullu í allan dag. Ég býð ekki í 15 gráður í viðbót, ég get svarið það...