Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

 

Sporðdrekar og lamadýr

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir nokkrum mánuðum átti ég ekki von á að dýralífið í Ástralíu yrði aðalumfjöllunarefnið. Í dag kynntist ég alvöru sporðdreka í fyrsta sinn. Reyndar var hann ósköp lítill og hafði þegar verið veiddur í plastglas. Ég ákvað að ég ætlaði að reyna að komast hjá frekari kynnum. Svo í dag var ég að keyra í "bæinn" þegar ég sá frekar stóra kind vera teymda yfir götuna. Þegar nær dró sá ég að væri þetta kind þá væri hálsinn frekar langur. Þetta var sumsé lamadýr! Hver á lamadýr sem gæludýr?

Þær frábæru fréttir er héðan frá okkur að loftkælingin ákvað að virka ekkert meira. Ég sit því með viftu í fanginu og læt vindinn blása hár mitt í þessa fínu 80´s hárgreiðslu, vængir og alles. Vonandi fáum við mann til að líta á kerfið hér og koma því lag á morgun.

Comments:
Eg ofunda tig af hitanum. Hann er svo god afsokun til ad geta verid a naerbrokinni; alltaf, alls stadar...
 
ertu viss um að það væri ekki of heitt? Annars get ég bætt froski við í dýrasafn dagsins. Sá einn úti í garði áðan - hann var samt bara sætur, hefði kysst hann ef ég væri ekki nú þegar búin að finna minn prins...
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?