Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

laugardagur, nóvember 19, 2005

 

Frjósemismyndir - ekkert dónó samt

Þar sem sumarið nálgast eins og óð fluga þá er ekkert auðvelt að koma sér í jólaskap! Ég er búin að hlusta á jólalög í nokkra klukkutíma meðan ég sinnti húsverkum. Jólahreingerningin er nú ekki komin af stað en ég spúlaði samt gluggana að utan í 30stiga hitanum, búin að þvo þvotta og vökva garðinn meðal annars. Ég er að reyna að koma mér af stað í jólaskapið og ætla að pakka inn gjöfunum í dag - þegar stemmingin kikkir inn. Kannski virkar jólatónlistin betur ef ég skelli íslenskum jólalögum á, þau eru hins vegar ekki heima, fóru í vinnuna með Okezie og hinum geisladiskunum.

Í staðinn fyrir jólasnjó, seríur og jólatréskraut kemur aftur á móti aldingarðsstemming. Hér að neðan eru myndir af fíkjum á fíkjutrénu, vínberin fara að verða tilbúin og svo eru þetta apríkósur sem verða líklega étnar af flugum, sýnist þær nú þegar vera búnar að gæða sér á hellingi. Að lokum skellti ég inn mynd af aðalávextinum í hylkinu. Hann hlýtur að fara að verða tilbúinn, alla vega er ekki mikið meira pláss í mér!





Fíkjur - ég smakkaði ferskar fíkjur í fyrsta sinn hér í Ástralíu og þær voru unaðslegar. Vonandi verða þessar ætar.










Vínviðurinn í bakgarðinum, það er mun meira af honum og ég á aldrei eftir að geta borðað öll þessi vínber.












Þarna fann ég klasa sem er næstum því tilbúinn












Apríkósurnar eiga enn þónokkuð langt í land















Og að lokum aðalávöxturinn sem vex sem aldrei fyrr með tilheyrandi strekkingu á húð.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?