miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Hitnar í kolunum
Gærdagurinn var heitur. Svo heitur að ég ætlaði aldrei að koma mér heim úr vinnunni, var alltaf að bíða eftir að einhver væri að fara sem ég gæti fengið far með. Úr því varð nú ekki. Ég ætlaði þvi´að fara í sund til að kæla mig. Þegar ég kom heim gat ég ekki hugsað mér að fara út aftur, þó það tæki ekki nema 5 mínútur að labba þangað. Fór í staðinn í kalda sturtu - var enn heitt eftir það. Í nótt vaknaði ég svo í svitabaði.
Í dag verður það varla betra. 25 stiga hiti klukkan 5 í morgun en við ætlum að skilja loftkælinguna eftir á fullu í allan dag. Ég býð ekki í 15 gráður í viðbót, ég get svarið það...
|
Í dag verður það varla betra. 25 stiga hiti klukkan 5 í morgun en við ætlum að skilja loftkælinguna eftir á fullu í allan dag. Ég býð ekki í 15 gráður í viðbót, ég get svarið það...