miðvikudagur, febrúar 28, 2007
Fyrir stóru syss
Þar sem ég er svo vel upp alin og hlýði þeim sem eru eldri en ég í fjölskyldunni þá kemur hér blogg. Reyndar ætlaði ég fyrir löngu að vera búin að blogga en lenti þá í password veseni og nennti ekki að leysa úr því.
Ég er s.s. byrjuð í skólanum. Var föstudagskvöld og svo allan laugardag og allan sunnudag og er þá hálfnuð með einn kúrs. Svo byrjaði ég í öðrum kúrsi núna í kvöld. Mér líst vel á. Það eru mjög fjölbreyttir námsmenn með mér í þessu. Tæplega helmingur í báðum kúrsum eru Ástralir. Þau lönd sem ég man eftir svona í svipinn eru Sviss, Holland, Rússland, Íran, Japan, Kórea, Tævan, England, Noregur, Tæland, Kanada og Ítalía. Núna er bara brjálað að gera hjá minni í lestri. Ég hef komið sjálfri mér á óvart með klikkaðri skipulagningu. Hér er ekki mínútu eytt í óþarfa.
Arinze er farinn að labba. Eða svona nánast alveg eiginlega... Taldi upp í 12 skref í dag og það voru alveg svona 3 metrar. Hann er alveg að fá sjálfstraustið í þetta og verður ekki eins ofurspenntur þegar hann er búinn að taka þrjú skref eins og var. Hann er alltaf sami kúturinn, urrar núna eins og ljón út um allt. Flest börn byrja nú held ég á voff og mjá en minn er ljón. Ég var svo að tala við pabba á skype í morgun og sagði "pabbi" þá heyrist í þeim litla baba baba. Annars er hann ekkert að viðra skoðanir sínar of mikið á þekktum málum eins og íslensku eða ensku, nei nei þetta er mest bara Arinzemál. Nema náttúrulega datt, baba, mama og svona. Uppáhalds afþreyingarefnið er efalaust Skoppa og Skrítla sem amma og afi gáfu honum í afmælisgjöf. Hann stendur beint fyrir framan og hlær að þeim og reynir held ég líka að gera "Skrítla" með tákni. Þeir skilja sem þekkja þessar píur.
Arinze fór í pössun til vinkonu okkar á föstudagskvöldinu sem ég byrjaði í skólanum. Hún á dóttur sem er jafngömul honum og svo eina þriggja ára. Ég var mjög stressuð allan daginn en þegar til kom þá grenjaði hann rétt meðan ég fór út úr dyrunum og var svo bara alveg góður og sofnaði án þess að láta í sér heyra. Hann er svo góður strákur. Nú sefur hann líka allar nætur og er það ekki lítill munur fyrir eina mömmu.
Jæja Eygló mín er þetta nóg fyrir þig eða þarf ég að fara nánar út í námsefnið?
|
Ég er s.s. byrjuð í skólanum. Var föstudagskvöld og svo allan laugardag og allan sunnudag og er þá hálfnuð með einn kúrs. Svo byrjaði ég í öðrum kúrsi núna í kvöld. Mér líst vel á. Það eru mjög fjölbreyttir námsmenn með mér í þessu. Tæplega helmingur í báðum kúrsum eru Ástralir. Þau lönd sem ég man eftir svona í svipinn eru Sviss, Holland, Rússland, Íran, Japan, Kórea, Tævan, England, Noregur, Tæland, Kanada og Ítalía. Núna er bara brjálað að gera hjá minni í lestri. Ég hef komið sjálfri mér á óvart með klikkaðri skipulagningu. Hér er ekki mínútu eytt í óþarfa.
Arinze er farinn að labba. Eða svona nánast alveg eiginlega... Taldi upp í 12 skref í dag og það voru alveg svona 3 metrar. Hann er alveg að fá sjálfstraustið í þetta og verður ekki eins ofurspenntur þegar hann er búinn að taka þrjú skref eins og var. Hann er alltaf sami kúturinn, urrar núna eins og ljón út um allt. Flest börn byrja nú held ég á voff og mjá en minn er ljón. Ég var svo að tala við pabba á skype í morgun og sagði "pabbi" þá heyrist í þeim litla baba baba. Annars er hann ekkert að viðra skoðanir sínar of mikið á þekktum málum eins og íslensku eða ensku, nei nei þetta er mest bara Arinzemál. Nema náttúrulega datt, baba, mama og svona. Uppáhalds afþreyingarefnið er efalaust Skoppa og Skrítla sem amma og afi gáfu honum í afmælisgjöf. Hann stendur beint fyrir framan og hlær að þeim og reynir held ég líka að gera "Skrítla" með tákni. Þeir skilja sem þekkja þessar píur.
Arinze fór í pössun til vinkonu okkar á föstudagskvöldinu sem ég byrjaði í skólanum. Hún á dóttur sem er jafngömul honum og svo eina þriggja ára. Ég var mjög stressuð allan daginn en þegar til kom þá grenjaði hann rétt meðan ég fór út úr dyrunum og var svo bara alveg góður og sofnaði án þess að láta í sér heyra. Hann er svo góður strákur. Nú sefur hann líka allar nætur og er það ekki lítill munur fyrir eina mömmu.
Jæja Eygló mín er þetta nóg fyrir þig eða þarf ég að fara nánar út í námsefnið?
laugardagur, febrúar 17, 2007
Skype og fleira.
Skype sambandið heim hefur verið hrikalega lélegt undanfarið. Símtöl slitna og allt það merkilega sem ég hef að segja er í svona 20-30 sekúndur á leiðinni. Þegar við hringjum til Englands er allt í lagi. Eru fleiri að lenda í svona veseni? Vitið þið hvað er hægt að gera til að laga þetta?
Nú er runninn upp síðasti dagur Helgu í Cairns. Við eigum SKO eftir að sakna hennar, ekki síst Arinze Tómas litli vinur hennar. Er ekki örugglega að koma bolludagur á Íslandi? Það var nefnilega tilefni okkar í gær til að kaupa vatnsdeigsbollur með súkkulaði og custardi í búðinni.
Í gær keypti ég þrjár bækur fyrir sirka 10 þúsund íslenska kalla. Það er bara ein ástæða sem getur verið fyrir dýrum bókum. Jú mín er að byrja í skóla. Fer í fjögur fög í MBA hér í Cairns á þessari önn. Hlakka mikið til. Og kvíði fyrir.
|
Nú er runninn upp síðasti dagur Helgu í Cairns. Við eigum SKO eftir að sakna hennar, ekki síst Arinze Tómas litli vinur hennar. Er ekki örugglega að koma bolludagur á Íslandi? Það var nefnilega tilefni okkar í gær til að kaupa vatnsdeigsbollur með súkkulaði og custardi í búðinni.
Í gær keypti ég þrjár bækur fyrir sirka 10 þúsund íslenska kalla. Það er bara ein ástæða sem getur verið fyrir dýrum bókum. Jú mín er að byrja í skóla. Fer í fjögur fög í MBA hér í Cairns á þessari önn. Hlakka mikið til. Og kvíði fyrir.
sunnudagur, febrúar 11, 2007
Afskiptasemi úr útlöndum
Gott hjá þessum Geir að vinna formanninn hjá KSÍ. Enn betra hjá fólki sem hafði atkvæðisrétt að vera ekkert að hlusta þá leiðindaskjóður að berjast fyrir breytingum. Nei nei, höfum þetta allt bara eins og alltaf og verum sem lengst með verstu þjóðum í fótbolta. Okkur er hvort sem er sama. Við teljum okkur bara trú um að "á góðum degi getum við unnið hvern sem er" og höldum bara með Englendingum á HM eins og alltaf. Eða Hollendingum. Eða Brössum ef við erum Sjálfstæðismenn (það er svo öruggt að vera þá bara í sigurliðinu og þurfa aldrei að tapa). Já við erum greinilega svona glimrandi ánægð með störf KSÍ. Því að breyta því sem þarf ekki að breyta. Við eigum líka einn góðan fótbolta (ekki segja neinum að hann ólst náttúrulega ekki mikið upp á Íslandi, það er alveg óþarfi. Ekki það mér er að sjálfsögðu slétt sama hver er formaður KSÍ og var ekkert sérstaklega að vonast til að Halla myndi vinna. Hins vegar langaði mig bara til að leggja til að Geir ráði nafna sinn og lúkkalæk sem aðstoðarmann. Hann gæti til dæmis farið á þessa leiðinda kjellingaleiki í stað Geirs og enginn myndi taka eftir muni. Þá þarf Geir ekkert að vera eyða dýrmætum tíma sínum í eitthvað svona froðusnakk (ég veit að þetta orð er ekki notað í svona samhengi en mér sýnist það svo vinsælt í bloggum sem ég les að ég varð að nota það til að sýnast kúl). Eníveis, þetta var bara mín hugmynd.
|
Geir og Geir. Ég er ekki alveg viss hvor er hvor þó.
(Myndirnar eru að sjálfsögðu ekki í minni eigu heldur stolnar af netinu í gegnum Google Images)
Sonurinn
Núna í morgunsárið eftir morgunmat og bleyjuskipti skreið Arinze inn í herbergið sitt. Þar var göngugrindin sem hann er orðinn of stór í en pabbi hans hafði dregið hana fram í gær. Ég heyrði í honum ýta henni eitthvað áfram og koma fram. Þegar ég leit aftur fyrir mig á hann þá var hann ekki að ýta göngugrindinni. Nei nei, minn maður hafði bara klifrað ofan í hana á nótæm. Þess vegna held ég að það sé kominn tími á smá blogg um litla manninn, sem er reyndar alls ekkert lítill og situr í þessum skrifuðu orðum inni í fataskáp.
Arinze varð eins árs fyrir tveimur vikum. Hann er ekki farinn að labba en það er alveg að koma. Tekur svona 3-4 skref í einu en verður þá mjög æstur og hendir sér í fangið á þeim sem er að taka á móti. Hann getur sagt mamamamam og babababa og er orðinn mjög fyndinn. Hann gerir bara "Aaaah" við Helgu en þau eru mjög góðir vinir. Hann nær í Ipod fjarstýringuna, beinir henni út í loftið og dansar þegar hann vill hlusta á tónlist. Þegar hann gerir eitthvað af sér þá segir hann væmið "aaah" og treystir á þá geti mamma ekki orðið mjög reið (og hefur rétt fyrir sér). Þegar ég banna honum eitthvað, segi Ó-óó eða nei þá fer hann að grenja og vorkennir sér. Mesta stuðið er að klifra upp í sófa og standa þar upp. Þá koma allir, hvort sem þeir eru mamma, pabbi eða Helga, hlaupandi því þetta er náttúrulega stórhættulegt. Þegar við komum hlaupandi þá kastar hann sér í sófann og hlær og er með mesta prakkarasvip í heimi. Það er ýmislegt fleira sem ég gæti sagt ykkur um litla kútinn minn en nú er hann farinn að vekja pabba sinn, stendur upp við hurðina og öskrar svo það er best að skerast í leikinn.
|
Arinze varð eins árs fyrir tveimur vikum. Hann er ekki farinn að labba en það er alveg að koma. Tekur svona 3-4 skref í einu en verður þá mjög æstur og hendir sér í fangið á þeim sem er að taka á móti. Hann getur sagt mamamamam og babababa og er orðinn mjög fyndinn. Hann gerir bara "Aaaah" við Helgu en þau eru mjög góðir vinir. Hann nær í Ipod fjarstýringuna, beinir henni út í loftið og dansar þegar hann vill hlusta á tónlist. Þegar hann gerir eitthvað af sér þá segir hann væmið "aaah" og treystir á þá geti mamma ekki orðið mjög reið (og hefur rétt fyrir sér). Þegar ég banna honum eitthvað, segi Ó-óó eða nei þá fer hann að grenja og vorkennir sér. Mesta stuðið er að klifra upp í sófa og standa þar upp. Þá koma allir, hvort sem þeir eru mamma, pabbi eða Helga, hlaupandi því þetta er náttúrulega stórhættulegt. Þegar við komum hlaupandi þá kastar hann sér í sófann og hlær og er með mesta prakkarasvip í heimi. Það er ýmislegt fleira sem ég gæti sagt ykkur um litla kútinn minn en nú er hann farinn að vekja pabba sinn, stendur upp við hurðina og öskrar svo það er best að skerast í leikinn.
Efnisorð: Arinze
fimmtudagur, febrúar 08, 2007
Umferðarblogg
Ég er svo pirruð.
Í morgun keyrði ég Okezie í vinnuna og lenti þrisvar í umferðarpirringi. Það er svo ergjandi hér að manni er aldrei hleypt inn á akreinar. Þá er það nú annað í Englandi þar sem fólk er mjög meðvitað um að gera umferðina sem skásta. Mér var sem sagt tvisvar ekki hleypt inn á akreinar og svo var flautað á mig þegar mér lá ekki á yfir götu. Ég komst nú yfir pirringinn, alla vega svona mestan fyrir hádegi.
Okezie var að opna bréf. Það var hraðasekt. Mér að kenna.
Hver ætli það sé sem er vitlaus í umferðinni?
|
Í morgun keyrði ég Okezie í vinnuna og lenti þrisvar í umferðarpirringi. Það er svo ergjandi hér að manni er aldrei hleypt inn á akreinar. Þá er það nú annað í Englandi þar sem fólk er mjög meðvitað um að gera umferðina sem skásta. Mér var sem sagt tvisvar ekki hleypt inn á akreinar og svo var flautað á mig þegar mér lá ekki á yfir götu. Ég komst nú yfir pirringinn, alla vega svona mestan fyrir hádegi.
Okezie var að opna bréf. Það var hraðasekt. Mér að kenna.
Hver ætli það sé sem er vitlaus í umferðinni?
miðvikudagur, febrúar 07, 2007
Helga
Helga er farin að sofa. Á morgun vaknar hún árinu eldri og skuluð þið fara inn á www.krokodilakonan.blogspot.com og láta hamingjuóskum rigna yfir hana. Ég ætla að gera það í eigin persónu.
Það er búið að vera rosalega gaman og gott að hafa Helgu hér hjá okkur. Arinze er mjög hrifinn af henni og gerir reglulega væmið "aaaaa" við hana. Því miður rignir of mikið hérna hjá okkur núna svo við getum ekki verið á fullu í túristaveseni en gerum þó okkar besta.
Myndin hér að neðan er tekin í Port Douglas (þar sem Steve Irwin dó) á þriðjudaginn. Helga á reyndar þessa mynd og ég er að sjálfsögðu að nota hana í leyfisleysi (enda Helga sofandi eins og fyrr hefur komið fram) en ég skammast mín ekkert fyrir það þar sem ég ýtti nú sjálf á takkann.
|
Það er búið að vera rosalega gaman og gott að hafa Helgu hér hjá okkur. Arinze er mjög hrifinn af henni og gerir reglulega væmið "aaaaa" við hana. Því miður rignir of mikið hérna hjá okkur núna svo við getum ekki verið á fullu í túristaveseni en gerum þó okkar besta.
Myndin hér að neðan er tekin í Port Douglas (þar sem Steve Irwin dó) á þriðjudaginn. Helga á reyndar þessa mynd og ég er að sjálfsögðu að nota hana í leyfisleysi (enda Helga sofandi eins og fyrr hefur komið fram) en ég skammast mín ekkert fyrir það þar sem ég ýtti nú sjálf á takkann.
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Skelfing að nóttu
Ég vaknaði í nótt skelfingu lostin og þorði vart að hreyfa mig. Ástæðan var sú að við hlið mér var kengúra í dauðatygjunum. Hægt og rólega fékk ég kjark til að fara rólega fram úr og áttaði mig þá á því að ég var ekki úti í náttúrunni heldur í mínu eigin rúmi og dauða kengúran var alls ekki dauð kengúra heldur bara Okezie minn.
Ég er núna dálítið hrædd um að Okezie komi með spennitreyju heim úr vinnunni í dag.
Hins vegar skelli ég skuldinni á myndina sem við fórum á í gærkvöldi, Blood Diamond. Það var reyndar ekki dauð kengúra í þeirri mynd en voða mikið annað ljótt svo ómögulegt er að sofa vel.
|
Ég er núna dálítið hrædd um að Okezie komi með spennitreyju heim úr vinnunni í dag.
Hins vegar skelli ég skuldinni á myndina sem við fórum á í gærkvöldi, Blood Diamond. Það var reyndar ekki dauð kengúra í þeirri mynd en voða mikið annað ljótt svo ómögulegt er að sofa vel.
fimmtudagur, febrúar 01, 2007
Í gær sat við hliðina á okkur í bát kona sem var hvítari en Helga. Allt er nú til!
|