Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

 

Fyrir stóru syss

Þar sem ég er svo vel upp alin og hlýði þeim sem eru eldri en ég í fjölskyldunni þá kemur hér blogg. Reyndar ætlaði ég fyrir löngu að vera búin að blogga en lenti þá í password veseni og nennti ekki að leysa úr því.

Ég er s.s. byrjuð í skólanum. Var föstudagskvöld og svo allan laugardag og allan sunnudag og er þá hálfnuð með einn kúrs. Svo byrjaði ég í öðrum kúrsi núna í kvöld. Mér líst vel á. Það eru mjög fjölbreyttir námsmenn með mér í þessu. Tæplega helmingur í báðum kúrsum eru Ástralir. Þau lönd sem ég man eftir svona í svipinn eru Sviss, Holland, Rússland, Íran, Japan, Kórea, Tævan, England, Noregur, Tæland, Kanada og Ítalía. Núna er bara brjálað að gera hjá minni í lestri. Ég hef komið sjálfri mér á óvart með klikkaðri skipulagningu. Hér er ekki mínútu eytt í óþarfa.

Arinze er farinn að labba. Eða svona nánast alveg eiginlega... Taldi upp í 12 skref í dag og það voru alveg svona 3 metrar. Hann er alveg að fá sjálfstraustið í þetta og verður ekki eins ofurspenntur þegar hann er búinn að taka þrjú skref eins og var. Hann er alltaf sami kúturinn, urrar núna eins og ljón út um allt. Flest börn byrja nú held ég á voff og mjá en minn er ljón. Ég var svo að tala við pabba á skype í morgun og sagði "pabbi" þá heyrist í þeim litla baba baba. Annars er hann ekkert að viðra skoðanir sínar of mikið á þekktum málum eins og íslensku eða ensku, nei nei þetta er mest bara Arinzemál. Nema náttúrulega datt, baba, mama og svona. Uppáhalds afþreyingarefnið er efalaust Skoppa og Skrítla sem amma og afi gáfu honum í afmælisgjöf. Hann stendur beint fyrir framan og hlær að þeim og reynir held ég líka að gera "Skrítla" með tákni. Þeir skilja sem þekkja þessar píur.

Arinze fór í pössun til vinkonu okkar á föstudagskvöldinu sem ég byrjaði í skólanum. Hún á dóttur sem er jafngömul honum og svo eina þriggja ára. Ég var mjög stressuð allan daginn en þegar til kom þá grenjaði hann rétt meðan ég fór út úr dyrunum og var svo bara alveg góður og sofnaði án þess að láta í sér heyra. Hann er svo góður strákur. Nú sefur hann líka allar nætur og er það ekki lítill munur fyrir eina mömmu.

Jæja Eygló mín er þetta nóg fyrir þig eða þarf ég að fara nánar út í námsefnið?

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?