fimmtudagur, apríl 19, 2007
Eitt.
Sjötti nóvember.
--------------------
Próf á laugardaginn.
|
Sjötti nóvember.
--------------------
Próf á laugardaginn.
föstudagur, apríl 13, 2007
Local og global celebs
Það er enginn friður fyrir fræga fólkinu hérna í Cairns. Loksins þegar við losnuðum við Kate Hudson og Matthew McConaughy þá sitjum við í augnablikinu uppi með Katie Price (aka Jordan) og Peter Andre húsbónda hennar. Svo var Steven Spielberg að tilkynna okkur að hann ætli að taka upp mynd hér í næsta nágrenni með Tom Cruise svo við sitjum uppi með hann á næstunni. Ég býð ekki í mat.
------------------
Vekjaraklukkan klikkaði í morgun. Við vöknuðum klukkan 8.15 en Okezie byrjar að vinna klukkan 8.30. Vekjaraklukkan hafði vaknað klukkan 4 og fékk mjólk að drekka og svaf því svona vært og lengi. Ég þarf að fara yfir það með honum hvenær hann má sofa svona lengi og hvenær treyst er á hann því hefðbundin vekjaraklukka er ekki til á heimilinu. Í kvöld fór hann svo í pössun til Hayley vinkonu þar sem ég var í skólanum. Þegar ég fór grét hann eins og veröldin væri að farast en mér skilst að hann hafi hætt að gráta áður en ég náði að keyra frá húsinu. Hann verður þar allan daginn á sunnudaginn og mamman er með stórt samviskubit. Ég efast samt ekki um að hann muni skemmta sér vel og koma heim aftur útsleiktur eftir hundinn (ojojoj). Er ekki tilvalið að enda þessa færslu bara með mynd af stóra stráknum? Held það bara.
miðvikudagur, apríl 11, 2007
12 ára pæja
Þetta er hún Kristín Kara bróðurdóttir mín en hún er 12 ára í dag. Til hamingju með daginn elsku Kristín mín.
Myndin var tekin síðasta haust á Hvammstanga og heldur Kristín á Sprella sínum klæddum í dúkkunáttkjól sem ég fékk frá mömmu 1986. Kjóllinn er sem sagt 9 árum eldri en Kristín Kara. Það þarf nú varla að taka það fram (en er þó sjálfsagt) að Kristín er yndisleg stelpa, skemmtileg, góð og sæt.
sunnudagur, apríl 08, 2007
Syninum fannst það góð hugmynd að vakna fyrir klukkan sex í morgun. Eftir miklar en árangurslausar fortölur móðurinnar enduðum við á því að fara fram. Arinze var nákvæmlega sama þó það væri allt dimmt og allir í Cairns sofandi. Við komumst þó að málamiðlun sem við gátum bæði sætt okkur við, ég svaf á sófanum og hann horfði á Siggu og Maríu í Söngvaborg alveg til rúmlega sjö.
Ég hélt að þegar Arinze færi að labba yrði ég hlaupandi á eftir honum endalaust en það er alls ekki svo. Eiginlega er bara miklu auðveldara núna síðan hann fór að labba sjálfur. Svo dundar hann bara út í eitt og er ofsalega góður. Hann kann að segja nokkur orð, öll á íslensku.
Páskahelgin hefur verið róleg og góð hérna megin. Okezie var í fríi á föstudaginn langa og vorum við bara hér í rólegheitum, hann horfði á dvd meðan arinze svaf og ég las í markaðsfræðihelvítinu. Í gær kíktum við svo á veðreiðar og Okezie tapaði þar peningum að sjálfsögðu. Þegar við vorum á leiðinni aftur í bílinn fór að hellidemba og flúðum við í skjól. Þar hittum við átta barna mömmu. Elsta barnið hefur örugglega ekki verið eldra en 12 ára. Hvernig er þetta hægt? Í dag og á morgunn vinnur Okezie svo við Arinze erum bara heima í afslappelsi. Fáum reyndar heimsókn á morgun en þangað til borðum við bara súkkulaði.
Óska hér með eftir málsháttum. Hér er nóg af súkki en engir málshættir. Bætið úr takk fyrir!
|
Ég hélt að þegar Arinze færi að labba yrði ég hlaupandi á eftir honum endalaust en það er alls ekki svo. Eiginlega er bara miklu auðveldara núna síðan hann fór að labba sjálfur. Svo dundar hann bara út í eitt og er ofsalega góður. Hann kann að segja nokkur orð, öll á íslensku.
Páskahelgin hefur verið róleg og góð hérna megin. Okezie var í fríi á föstudaginn langa og vorum við bara hér í rólegheitum, hann horfði á dvd meðan arinze svaf og ég las í markaðsfræðihelvítinu. Í gær kíktum við svo á veðreiðar og Okezie tapaði þar peningum að sjálfsögðu. Þegar við vorum á leiðinni aftur í bílinn fór að hellidemba og flúðum við í skjól. Þar hittum við átta barna mömmu. Elsta barnið hefur örugglega ekki verið eldra en 12 ára. Hvernig er þetta hægt? Í dag og á morgunn vinnur Okezie svo við Arinze erum bara heima í afslappelsi. Fáum reyndar heimsókn á morgun en þangað til borðum við bara súkkulaði.
Óska hér með eftir málsháttum. Hér er nóg af súkki en engir málshættir. Bætið úr takk fyrir!
mánudagur, apríl 02, 2007
Hættulega líf!
Í kjölfar jarðskjálftans á Solomonseyjum þá var búist við flóðbylgju hérna á austurströndinni í morgun. 9.49 átti hún, ef af yrði, að skella á. Ekkert varð úr svo við erum öll í heilu lagi.
Svo fannst krókódíll í afgirta öryggissvæðinu hjá Palm Cove, uppáhaldsströnd okkar Helgu í morgun. Ég er ekki á leiðinni í sjóinn á næstunni.
Já, þetta líf býður upp á ýmsar hættur...
|
Svo fannst krókódíll í afgirta öryggissvæðinu hjá Palm Cove, uppáhaldsströnd okkar Helgu í morgun. Ég er ekki á leiðinni í sjóinn á næstunni.
Já, þetta líf býður upp á ýmsar hættur...
sunnudagur, apríl 01, 2007
Hor og helgi
Skyldi einhver lesa þetta blogg lengur? Fullkomin vanræksla hefur verið í gangi hér. Það er bara svo mikið að gera hjá mér núna. Mikið álag í skólanum og erfitt að fitta öllu inn í sólarhringinn. Tíminn er vel nýttur, um leið og Arinze leggur sig á daginn er ég farin að lesa eða vinna að verkefnum.
Arinze fer í leikskóla á fimmtudögum og fær oftar en ekki kvef á laugardögum. Skipulögð uppbygging ónæmiskerfisins þar á ferð. Núna um helgina er hann búinn að vera nokkuð aumur með þetta líka rosalega nefrennsli. Hann er svo lítill í sér að hann fór að grenja þegar Sigga og María létu hönd á hendi detta í Fagur fiskur í sjó. Hann var rétt kominn með smá hor þegar við fórum í gærmorgun í sullgarðinn. Það er ókeypis garður við sjóinn þar sem krakkar leika sér í vatni, fullt af gosbrunnum og svo risafiskur sem er hægt að skríða inn í og ofan á. Arinze hefur held ég aldrei skemmt sér svona vel. Flestir voru í sundfötum en við hugsuðum náttúrulega ekkert út í það enda þarna í fyrsta skiptið. Hérna eru nokkrar myndir frá sullgarðinum.
Við fengum útihúsgögnin í vikunni og erum búin að vera úti á verönd síðan. Það er örlítið farið að kólna svo það er mjög notalegt að leika úti á verönd sem er með þaki eða jafnvel lesa skólabækur. Kassarnir utan af stólunum voru svona líka góðir bílskúrar. Arinze er búinn að leika þvílíkt mikið og keyrir hjólið sitt inn og snýr við og lokar o.s.frv.
|
Arinze fer í leikskóla á fimmtudögum og fær oftar en ekki kvef á laugardögum. Skipulögð uppbygging ónæmiskerfisins þar á ferð. Núna um helgina er hann búinn að vera nokkuð aumur með þetta líka rosalega nefrennsli. Hann er svo lítill í sér að hann fór að grenja þegar Sigga og María létu hönd á hendi detta í Fagur fiskur í sjó. Hann var rétt kominn með smá hor þegar við fórum í gærmorgun í sullgarðinn. Það er ókeypis garður við sjóinn þar sem krakkar leika sér í vatni, fullt af gosbrunnum og svo risafiskur sem er hægt að skríða inn í og ofan á. Arinze hefur held ég aldrei skemmt sér svona vel. Flestir voru í sundfötum en við hugsuðum náttúrulega ekkert út í það enda þarna í fyrsta skiptið. Hérna eru nokkrar myndir frá sullgarðinum.
Rennblautur í stuði að koma úr fiskinum.
Við fengum útihúsgögnin í vikunni og erum búin að vera úti á verönd síðan. Það er örlítið farið að kólna svo það er mjög notalegt að leika úti á verönd sem er með þaki eða jafnvel lesa skólabækur. Kassarnir utan af stólunum voru svona líka góðir bílskúrar. Arinze er búinn að leika þvílíkt mikið og keyrir hjólið sitt inn og snýr við og lokar o.s.frv.