Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

sunnudagur, apríl 01, 2007

 

Hor og helgi

Skyldi einhver lesa þetta blogg lengur? Fullkomin vanræksla hefur verið í gangi hér. Það er bara svo mikið að gera hjá mér núna. Mikið álag í skólanum og erfitt að fitta öllu inn í sólarhringinn. Tíminn er vel nýttur, um leið og Arinze leggur sig á daginn er ég farin að lesa eða vinna að verkefnum.


Arinze fer í leikskóla á fimmtudögum og fær oftar en ekki kvef á laugardögum. Skipulögð uppbygging ónæmiskerfisins þar á ferð. Núna um helgina er hann búinn að vera nokkuð aumur með þetta líka rosalega nefrennsli. Hann er svo lítill í sér að hann fór að grenja þegar Sigga og María létu hönd á hendi detta í Fagur fiskur í sjó. Hann var rétt kominn með smá hor þegar við fórum í gærmorgun í sullgarðinn. Það er ókeypis garður við sjóinn þar sem krakkar leika sér í vatni, fullt af gosbrunnum og svo risafiskur sem er hægt að skríða inn í og ofan á. Arinze hefur held ég aldrei skemmt sér svona vel. Flestir voru í sundfötum en við hugsuðum náttúrulega ekkert út í það enda þarna í fyrsta skiptið. Hérna eru nokkrar myndir frá sullgarðinum.

Rennblautur í stuði að koma úr fiskinum.



































Við fengum útihúsgögnin í vikunni og erum búin að vera úti á verönd síðan. Það er örlítið farið að kólna svo það er mjög notalegt að leika úti á verönd sem er með þaki eða jafnvel lesa skólabækur. Kassarnir utan af stólunum voru svona líka góðir bílskúrar. Arinze er búinn að leika þvílíkt mikið og keyrir hjólið sitt inn og snýr við og lokar o.s.frv.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?