Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

mánudagur, apríl 02, 2007

 

Hættulega líf!

Í kjölfar jarðskjálftans á Solomonseyjum þá var búist við flóðbylgju hérna á austurströndinni í morgun. 9.49 átti hún, ef af yrði, að skella á. Ekkert varð úr svo við erum öll í heilu lagi.

Svo fannst krókódíll í afgirta öryggissvæðinu hjá Palm Cove, uppáhaldsströnd okkar Helgu í morgun. Ég er ekki á leiðinni í sjóinn á næstunni.

Já, þetta líf býður upp á ýmsar hættur...

Comments:
ó mæ gooood. eins gott að passa sig á krókódílum. bkv.Eyrún
 
Við Sigríður Helga erum að jesúsa okkur vegna þessa alls. SH er að hugsa um að fara á ball á Blö. en Eyg og flsk. er nýlent á Hva. og ætlar að gista í nótt og fara í páskamessu með mö í fyrramálið. SH ætlar að passa sig á krókódílum á Blö... þar hafa líka einhverjir fundist í uppáhaldshúsinu hennar þar.... Eygló og Sigríður Helga
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?