Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

sunnudagur, ágúst 28, 2005

 

Öll ferðasagan - varúð - mjög langt

Singapore
Þar sem ég skrifaði frá Singapore ætla ég bara rétt að stikla á stóru til að klára þetta,

Bangkok

Cairns

Síðasti áfangastaðurinn. Þangað fórum við með það fyrir augum að kaupa hús. Eftir að hafa skoðað fjöldan allan af húsum þá enduðum við á að kaupa land og það er verið að teikna hús fyrir okkur. Það ætti að vera hægt að byrja byggja í desember og við getum þá flutt þangað í apríl eða maí. Við keyptum land í frábæru hverfi þar sem allt er nýtt og vel skipulagt. Það eru regnskógivaxin fjöll allt í kring og það tekur u.þ.b. 15 mínútur að keyra í miðbæinn. Húsið verður 3 svefnherbergi og skrifstofa, baðherbergi og walk-in-robeinn af svefnherberginu, air con í öllum herbergjum, og mjög flott eldhús. Já og tvöfaldur bílskúr. Tek hér með við pöntunum í heimsókn.

Við vorum mjög hrifin af Cairns. Mjög fallegt þarna, alþjóðlegur flugvöllur, vinalegt fólk, mjög alþjóðlegt, Great Barrier Reef, fullt af ströndum, alltaf gott veður (nema þegar við vorum þar), fullt af búðum og veitingastöðum, og þar sem þetta er túristabær þá er fullt að gera fyrir alla þá sem nenna að koma í heimsókn. Það er um 125 þús sem býr þarna og þeir búast við að 2030 verði íbúarnir orðnir 200 000. jamm, það er allt að gerast.

Eftir 9 flugferðir og 6 flugvelli á 14 dögum get ég ekki lýst því hvað það var gott að koma heim. Við komum um fjögur leytið og svo er það bara vinnan á morgun. Eins gott og það er að fara í ferðalag þá er ég mikið fyrir rútínuna og að sofa í mínu eigin rúmi. Þegar ég sef í nýju rúmi dreymir mig alltaf mikið svo það hefur verið jafn mikið að gera á nóttu sem degi. Í gærnótt þá var ég t.d. kærasta Harry Bretaprins að reyna að fela mig fyrir bresku pressunni hrædd um að þið öll sem þekkið mig mynduð selja sögur um mig. Nú ætti allt að falla í sama farið og ég ætt að vera tilvonandi prinsessa.

Ég stóð við stóru orðin og skrifaði alla ferðasöguna. Kláraði einhver að lesa?


|

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

 

Singapore

Tha erum vid komin til Singapore og reyndar buin ad vera i ruman dag. Vid haettum vid ad gista a flugvellinum og forum a motel og eg er ekki fra thvi ad thad hafi verid med betri akvordunum. Flugid var ekkert mal, 8 timar ekki mikid eftir 21 tima fra Englandi til Astraliu. Svo eru flugvelarnar svo frabaerar, 20 biomyndir og eg veit ekki hvad margir sjonvarpsthaettir til ad horfa a. Eg matti bara ekkert vera ad thvi ad spila Tetris eda byrja a Harry Potter bokinni. Vid komum svo hingad um thrju og forum strax i sma konnunarleidangur. Hingad til erum vid s.s. buin ad fara tvisvar i "baeinn", i frabaeran fuglagard og til "Little India". Hotelid er mjog fint en soldid afskekkt. Thad gerir svo sem ekki mikid til thar sem thad er okeypis skutla sem fer reglulega i baeinn og svo er eyjan ekkert mjog stor og taxi ekki dyr. A morgun er planid ad fara til Sentosa sem er eyja her rett hja og svo i "night safari" um kvoldid. Vid thurfum lika ad fara i dyragardinn sem er vist med theim flottari. Tilgangur thess ad vid erum ad eyda tima i tolvu er hins vegar sa ad vid erum ad tekka a verdum a hinum ymsustu myndavelum og thess hattar til ad bera saman vid her. Vid erum buin ad skoda soldid og buin ad lata pina okkur til ad kaupa ymislegt af innfaeddum. Okezie a til daemis von a sersaumudum buxum her hja manni sem var ansi agengur, baedi i maelingum og solu. Innfaeddir eru her blanda af Kinverjum og Indverjum eda folki af thvi bergi brotnu eins og thar segir. Svo er lika einhver slatti af Malay og Tamilum. Folk er almennt mjog almennilegt og hjalpsamt og vid erum buin ad eiga mjog godan dag.

Allavega, a ekki von a thvi ad skrifa aftur fyrr en kannski fra Bangkok en thangad forum vid a fostudaginn.

|

laugardagur, ágúst 13, 2005

 

'Eg er 'a leidinni...

'A morgun byrjar ferdalagid. Thetta verdur ekkert audvelt get eg sagt ykkur. Thriggja tima rutuferd til Dubbo, bida thar i slatta tima, fljuga til Sydney i ruma klst., bida a flugvellinum thar alla nottina og fljuga svo i atta tima til Singapore. Kannski ad eg noti thessa fjora daga i Singapore til ad jafna mig eftir thetta allt saman. Thad verdur ekki mikid mal ad fljuga fra Singapore til Bangkok svo eftir thetta allt saman. Svo aetti heimferdin ad verda jafnvel erfidari, fljugum fra Bangkok i gegnum Singapore til Sydney, og svo fra Sydney i thrja tima til Cairns. Thar verdum vid i fjorar naetur og fljugum tha fra Cairns til Sydney til Dubbo til Cobar. Er ekki viss um ad eg leggi i ad kalla thetta "fri". En eg get sagt ykkur ad eg hlakka alveg rosalega til ad koma a alla thessa stadi.

Eg aetla ad reyna ad lata heyra fra mer alla vega einu sinni a thessu ferdalagi.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?