þriðjudagur, september 13, 2005
Vóhóóóó - ég er orðin bloggóð
Ég gleymdi bara að þakka Flugleiðum alveg kærlega fyrir að ætla að fara loksins að fljúga í áætlunarflugi til Manchester. Passar einmitt að ég sé flutt og eigi ekki nokkurn möguleika á að nýta mér þetta. Fannst einmitt mjög gaman að vesenast þetta til London eftir hinum ýmsu misleiðinlegu (en öllum leiðinlegum) leiðum og vera alltaf drulluþreytt eftir þetta allt saman. Vona bara að þetta verði nógu ódýrt hjá þeim líka - bara svona til að strá salti í sárin. Takk takk.
|