mánudagur, febrúar 18, 2008
Góð gáta!
Í rútu eru 7 stelpur.
Hver stelpa er með 7 töskur.
Í hverri tösku eru 7 stórir kettir.
Hver stór köttur hefur 7 litla ketti.
Hver köttur er með 4 fætur.
Spurningin er: Hversu margir fætur eru í rútunni? Skrifið svarið sem komment. Stúdentspróf í stærðfræði er ekki skilyrði.
|
Hver stelpa er með 7 töskur.
Í hverri tösku eru 7 stórir kettir.
Hver stór köttur hefur 7 litla ketti.
Hver köttur er með 4 fætur.
Spurningin er: Hversu margir fætur eru í rútunni? Skrifið svarið sem komment. Stúdentspróf í stærðfræði er ekki skilyrði.
laugardagur, febrúar 16, 2008
Er ekki góður íslenskur siður að tala um veðrið? Ég hef nú kannski ekki staðið mig alveg nógu vel í veðurfréttunum á þessum vettvangi en nú verður bætt fyrir það. Á síðustu vikum er nefnilega búið að rigna alveg rosalega mikið í Queensland. Í annað sinn á örfáum vikum er matvöruverslunin tómleg á að líta þar sem vörubílarnir komast ekki hingað uppeftir vegna flóða. Núna liggur bærinn Mackay í rækilegu bleyti. Þar rigndi 625 mm á 24 klukkustundum! Mesta rigning sem ég hef upplifað hér í Cairns var bara 140 mm og það var nú alveg nokkuð kröftugt og stöðugt. Lægðin sem orsakaði alla þessa rigningu er núna á leiðinni hingað til okkar og á víst að hafa alla vega 100 mm rigningu í för með sér. Í samanburði við þetta þá er meðal ársúrkoma í Reykjavík 817 mm. Munið þetta næst þegar það rignir.
|
þriðjudagur, febrúar 05, 2008
Nágrannaslúður og barnafréttir
Miðaldra konan í húsinu á móti slær iðulega garðinn á bleiku bikini einu fata. Reyndar virðist hún gera flest bara á bikininu. Þar sem þau hafa ekki loftkælingu þá eru allar dyr opnar á húsinu og því ber þessa sjón við aðeins of oft að okkar mati. Mér var þó allri lokið í dag þegar þónokkuð eldri maðurinn hennar spásseraði um garðinn á lítill Speedoskýlu. Mig sveið í augun lengi eftir að hafa orðið vitni að þessum ósköpum.
Að öðru. Það er ekki að ástæðulausu að enskumælandi tala um "terrible two". Arinze er sko orðinn tveggja ára, það er nokkuð ljóst. Hér er stöðug valdabarátta í gangi þessa dagana. Hann er samt voða duglegur og góður. Í síðustu viku byrjuðum við í sundtímum og honum finnst það algjört æði. Við komum of snemma í fyrsta tímann og hann varð alveg óður þar sem við þurftum að bíða eftir að komast ofan í. Um leið og kom að okkur varð hann að einu sólskinsbrosi sem þurrkaðist ekki af honum aftur þann daginn. Minn maður fór meir að segja oft í kaf og kom upp brosandi og með galopin augu. Ætli það verði ekki stríð þegar öll löndin sem eiga aðild að Arinze fara að rífast um þennan nýja Thorpedo.
Það virðist sem Rósa sé styttri útgáfan af nafninu Þyrnirós. Hún sefur nánast alla nóttina og jámm, líka bara næstum allan daginn held ég.
Svo verð ég að deila með ykkur bestu fréttum sem ég hef lengi fengið. Mín yndislega systir Eyrún ætlar að koma með krakkaormana sína hingað í júní. Það sem ég hlakka til, held bara að ég verði að búa til dagatal til að fara að telja niður. Ég lofa þeim endalausu dekri og skemmtilegheitum.
Nú þarf að baða Þyrnirósu svo það verður engin myndskreyting að þessu sinni.
|
Að öðru. Það er ekki að ástæðulausu að enskumælandi tala um "terrible two". Arinze er sko orðinn tveggja ára, það er nokkuð ljóst. Hér er stöðug valdabarátta í gangi þessa dagana. Hann er samt voða duglegur og góður. Í síðustu viku byrjuðum við í sundtímum og honum finnst það algjört æði. Við komum of snemma í fyrsta tímann og hann varð alveg óður þar sem við þurftum að bíða eftir að komast ofan í. Um leið og kom að okkur varð hann að einu sólskinsbrosi sem þurrkaðist ekki af honum aftur þann daginn. Minn maður fór meir að segja oft í kaf og kom upp brosandi og með galopin augu. Ætli það verði ekki stríð þegar öll löndin sem eiga aðild að Arinze fara að rífast um þennan nýja Thorpedo.
Það virðist sem Rósa sé styttri útgáfan af nafninu Þyrnirós. Hún sefur nánast alla nóttina og jámm, líka bara næstum allan daginn held ég.
Svo verð ég að deila með ykkur bestu fréttum sem ég hef lengi fengið. Mín yndislega systir Eyrún ætlar að koma með krakkaormana sína hingað í júní. Það sem ég hlakka til, held bara að ég verði að búa til dagatal til að fara að telja niður. Ég lofa þeim endalausu dekri og skemmtilegheitum.
Nú þarf að baða Þyrnirósu svo það verður engin myndskreyting að þessu sinni.