Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

mánudagur, febrúar 18, 2008

 

Góð gáta!

Í rútu eru 7 stelpur.
Hver stelpa er með 7 töskur.
Í hverri tösku eru 7 stórir kettir.
Hver stór köttur hefur 7 litla ketti.
Hver köttur er með 4 fætur.

Spurningin er: Hversu margir fætur eru í rútunni? Skrifið svarið sem komment. Stúdentspróf í stærðfræði er ekki skilyrði.

Comments:
1582 fætur ef stúlknafætur og kattafætur eru taldir. Ég er að hugsa um að bæta einum bílstjóra við, svo að blessuð rútan sé nú ökufær og segir því 1590 fætur. Reikna ekki með að stúlkurnar með alla þessa ketti fari að stýra. Voru kannski fleiri í rútunni?

Hrafnhildur
 
Hvað er dularfulli ökumaðurinn með marga fætur? Er hann kannski köngulóarmaður?
 
Kvitt kvitt, og takk fyrir "heimsóknina". Það má með sanni segja að ML-ingar séu út um allan heim, og jú ég kem bara næst til þín þegar ég kem til Aussi;) Getur kíkt á karó á promil.is.

Kveðja frá Dublin, Sabína
 
ég taldi svo ótrúlega miklu fleiri fætur að ég þori ekki að segja það...
 
Æ - 1584... segi ég.
Enginn kóngulóarmaður.
Hrafnhildur
 
Úps, shit.. ég myndi segja 10.990 fætur ef ég þyrði, en ég þori það ekki svo held að það sé best að segja ekki neitt ;)
Matta stærðfræðinörri
 
Mín útkoma er 9.618, stend og fell með því.
Kveðja, Ragna
 
Svarið er 10.990 :)

Kv. Una
 
Ég segi líka 10990. Stelpur geta líka ekið rútu.
 
Ég er stolt af möttu minni núna. Hún var fyrst með rétt svar. Ég svaraði gátunni aldrei rétt sjálf og þurfti að fá Okezie til að útskýra fyrir mér... einhverjar heilasellur hafa líklega drepist í fæðingum barnanna. 10990 er sem sagt rétt svar.
 
Veiiiiii... fyrsti stærðfræðisigur minn á ferlinum. Takk Þórhildur mín fyrir hvatninguna. Ekki frá því að stærðfræði sé barasta nokkuð skemmtileg núna....!
Saknaþín
Matta
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?