Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

 
Þá eru mamma og pabbi farin af stað heim. Þau ættu að fara að lenda í Singapore núna bráðlega eftir 8 klst flug. Þá eru bara eftir 16 klst til Frankfurt og svo einhver tími til Köben og svo Kef. Það var erfitt að kveðja þau og við munum öll sakna þeirra mikið. Við vorum ekkert orðin svo leið á þeim... Nú förum við bara að bíða eftir ömmu Rose sem kemur í lok febrúar og verður í mánuð.
Ég myndarskapaðist við að skella inn myndum á barnalandið. Nú eiga þau síðuna saman systkinin. Hér gengur annars bara mjög vel. Ég held mig í grunnu lauginni þar sem Okezie verður í tveggja vikna fríi núna. Það kemur svo í ljós eftir fyrstu vikuna í desember hversu mikið er að gera við að hugsa um tvö börn yngri en tveggja ára.
Er hallærislegt að monta sig á eigin bloggi af því að komast í gallabuxurnar sínar tveimur vikum eftir barnsburð. Það er reyndar óþægilegt að anda og nánast óbærilegt að sitja í þeim en zzzzamt.

Vill ekki einhver koma í heimsókn til mín?

|

sunnudagur, nóvember 18, 2007

 
Svo að þið haldið ekki að prinsinn af Queensland sé gleymdur þá kemur hér mynd af honum.


Þessar tvær eðlur voru að eðla sig (hvað annað?) beint fyrir utan útidyrnar mínar. Venjulega er klám ekki sett á þessa síðu en hér er gerð undantekning.


Að öðru leyti er ekkert fréttnæmt annað en það gengur bara vel hjá stóru fjölskyldunni. Rósa sefur vel og Arinze er voða góður við hana. Stundum verður hann soldið aumur þegar ég gef henni að drekka en hann hefur aldrei reynt að hrekkja hana neitt. Hann er búinn að læra fullt af ósiðum af ömmu sinni sem hann kallar reyndar grýlu. Afi er óspart notaður sem flugvél. Grey gamla settið verður uppgefið eftir opinberu heimsóknina sem lýkur reyndar brátt.

|

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

 

Kominn tími á nýjar myndirAmma og afi með stelpunaStóri bróðir er góður. Honum finnst hún nú ekkert alltaf mjög spennandi og verður pínu sorgmæddur stundum þegar hún fær að drekka eða ég held á henni.
Þetta kallast bros, ekki gretta, kitl í maga eða neitt svoleiðis... Er í pæjusetti frá Garðari og Guðrúnu.

Hér gengur bara vel enda mikil hjálp í mömmu og pabba og svo er Okezie búinn að vera í fríi líka. Hann fer þó aftur að vinna á morgun en fer svo aftur í frí eftir rúma viku þegar mamma og pabbi fara heim. Það kemur aldrei fæðingarsaga í fullri lengd (sorrý Erla mín, endurskoða kannski þá ákvörðun ef þú ferð aftur að blogga) en ég get samt sagt að ég hef mannkynið grunað um eitt stórt samsæri. Það er samsærið um að segja konum að fæðing annars barn sé aldrei eins slæm og fyrsta. Ef ekki væri fyrir þetta samsæri þá er ég sannfærð um að ALLAR konur mundu bara eignast eitt barn (meðan þær halda enn að þetta sé varla svo slæmt). Fæðing Rósu var svo sem ekkert verri en Arinze, bara alveg jafn hrikalega vont og í staðinn fyrir að dreifast á ca sjö tíma þá voru það bara tveir tímar í þetta skiptið. Okezie getur sagt ykkur að ég var hvorki kurteis né elskuleg í þessa tvo tíma. En eftir fæðinguna þá er ég búin að vera ljúf sem lamb enda heilsan í fínu lagi og stjanað við mig. En nú heyrist frá prinsessunni, over and out.

|

föstudagur, nóvember 09, 2007

 

Má ég kynna....


þetta er Rósa Chiamaka Nzeakor. Fædd klukkan rúmlega 8 um morgun, 07/11/07.

Rósa er nefnd eftir ömmu sinni Rose og miðnafni

ð er nígerískt og þýðir "God is beautiful.

Á myndinni er Rósa nýkomin heim, tveggja daga gömul. En nú eru lungun á fullu að garga á ömmu sína og engin þolinmæði fyrir mömmunni í tölvunni. Alveg eins og bróðir sinn... Meira seinna þegar friður gefst.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?