Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

sunnudagur, nóvember 18, 2007

 
Svo að þið haldið ekki að prinsinn af Queensland sé gleymdur þá kemur hér mynd af honum.










Þessar tvær eðlur voru að eðla sig (hvað annað?) beint fyrir utan útidyrnar mínar. Venjulega er klám ekki sett á þessa síðu en hér er gerð undantekning.














Að öðru leyti er ekkert fréttnæmt annað en það gengur bara vel hjá stóru fjölskyldunni. Rósa sefur vel og Arinze er voða góður við hana. Stundum verður hann soldið aumur þegar ég gef henni að drekka en hann hefur aldrei reynt að hrekkja hana neitt. Hann er búinn að læra fullt af ósiðum af ömmu sinni sem hann kallar reyndar grýlu. Afi er óspart notaður sem flugvél. Grey gamla settið verður uppgefið eftir opinberu heimsóknina sem lýkur reyndar brátt.

Comments:
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?