Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

fimmtudagur, september 08, 2005

 

Veðurfregnir

Hitastig 27 gráður.
Flugnafjöldi ein trilljón.

Það er að koma sumar og hitastigið fer sífellt hækkandi. Í dag var hálfóbærilegt ef svo má segja. Táfýlan magnast, svitablettir á baki og það sem verst er: Flugurnar eru svo ótrúlega margar. Ég gekk heim úr vinnunni með lokaðan munn, lokuð augu og andaði bara út með nefinu. Og þetta er víst bara byrjunin. Ég bíð spennt eftir 40 stiga hita og tíu trilljón flugum.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?