Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

mánudagur, september 01, 2008

 

Vordagurinn fyrsti

Það er tilvalið að blogga í tilefni fyrsta vordagsins sem er í dag og einnig til að slá aðeins á frest heimilisverkum og verkefnaskrifum. Eftir langan vetur er loksins komið vor. Í fyrra minnir mig að veturinn hafi verið um þrjár vikur, núna er hann alveg búinn að vera svona sex vikur. Munurinn á vetri og vori hér er sirka 3-4 gráður á daginn, í dag var til dæmis 28 gráður. Á næturnar er aftur á móti mun kaldara, frá 10-20 gráður. Rósa hefur sofið í svefnpoka flestar nætur í vetur en er nú bara í náttfötum með teppi. Arinze er aftur á móti frekar heitfengur og hefur fengið að hafa viftuna á allan veturinn. Til að fagna vorkomunni kom ég mér upp mexíkóskri stemmingu, drekk þessa stundina Corona bjór og borða tortilla með osti og salsa. Tími kvöldsins er þessi notalegi, eftir að börnin fara að sofa og áður en kallinn kemur heim. Ekki svo að skilja að það sé ekki notalegt að hafa kallinn. Það er bara líka notalegt að heyra ekkert nema suðið í tölvunni í mesta lagi.
Við höfum það ljómandi gott hérna. Börnin vaxa og dafna. Rósa verður 10 mánaða í næstu viku. Hún er fyrir nokkru farin að standa upp og labba með. Svo getur hún staðið sjálf í nokkrar sekúndur. Þá er hún með tryllingsglampa í augunum af spenningi. Henni tekst án fyrirhafnar að fá kúlur á hausinn og þarf ekkert á hjálp bróður síns að halda þar. Það kemur þó fyrir að hjálpsemin beri hann ofurliði. Oh well, það verður ekki langt þangað til hún er orðin þyngri og sterkari en hann svo hann ætti kannski bara að fá að njóta meðan varir.
Ég er núna í síðasta faginu í MBA náminu. Það klára ég í október svo það fer að koma að því að sækja um vinnur. Ég frábið mér algjörlega spurningar hvernig það gangi þegar þar að kemur. Þið fréttið af því þegar eitthvað er frágengið.
Í þessum skrifuðu stendur Una vinkona mín væntanlega í ströngu á fæðingardeild. Það vesen er þess virði þegar upp er staðið. Ái.
Læt þetta duga núna því bjórinn er búinn.

Comments:
Í þessum skrifuðu stendur Una vinkona mín væntanlega í ströngu á fæðingardeild. Það vesen er þess virði þegar upp er staðið. Ái.
maria b first copy
maria b replica 2022
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?