Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

laugardagur, janúar 26, 2008

 

Tveggja ára afmælið

Dagurinn er búinn að vera frábær í alla staði. Í morgun héldum við upp á tveggja ára afmæli Arinze. 10 foreldrar og 11 krakkar komu hingað með frábærar afmælisgjafir og fengu súkkulaðiköku, túnfisksalat, muffins, karamellukökur og ávexti. Nú á Arinze nokkra Bob the builder bíla, Wiggles bíl, Wags the Dog bangsa sem er hægt að skrifa á, svona skriftöflu sem maður strokar út af, leir,dót til að draga á eftir sér og flugvél. Eftir tveggja tíma partý var húsið gjörsamlega í rúst svo það var ekki annað í stöðuni en að rýma húsið og taka til. Þar sem Arinze er stjarna dagsins fór hann bara og lagði sig á meðan. Góður! Það veitti svo sem ekki af því við fögnuðum þjóðhátíðardeginum eftir blund með öðrum Áströlum. Þokkaleg þreyta í gangi á bænum núna. Þreyta hindraði mig þó ekki í að skella janúarmyndum inn á barnalandssíðuna en hins vegar er hún til þess að þið fenguð stuttu útgáfuna af deginum og nú er ég hætt... Gangið með guði...
Einbeittur að opna pakka
Kakan, Wags the Dog. Ekki svo slæmt hjá mér...
Rósa brosmilda

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?