Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

föstudagur, janúar 18, 2008

 
Hér stendur yfir skipulagning stórafmælis sem verður eftir rúma viku. Aðalmaðurinn verður tveggja ára. Við erum búin að bjóða í afmælið og nú þarf frúin að fara að útfæra afmæliskökuna, kaupa partýdót og svo framvegis. Það vill reyndar þannig til að flestir litlu vinir okkar eiga einmitt afmæli í lok desember og byrjun janúar svo við erum í æfingu, erum búin að fara í tvö tveggja ára afmæli og eitt fjögra ára afmæli síðan 19. desember. Svo er annað 4ra ára afmæli á morgun þar sem börnin eiga að koma klædd í búninga. Ég keypti sjóræningjabúning á Arinze og verður vonandi sett inn mynd af honum uppáklæddum hér fljótlega. Þetta er enginn venjulegur sjóræningi heldur sjálfur Captain Feathersword sem er hluti af TheWiggles, aðalbandinu í Ástralíu. Eins og nafnið gefur til kynna þá ber þessi kafteinn mikið fjaðursverð og verður Arinze enginn eftirbátur að því leytinu. Og talandi um afmæli þá varð hún elsku Sigríður Helga mín 19 ára þann 16. jan. Til hamingju með það´skan.


Annars er allt gott að frétta af okkur. Arinze er alveg búin að venjast þessari systur sinni og átta sig á því að hún er komin til að vera. Rósa er auðveldasta barn í heimi! Rétt vaknar í korter einu sinni á nóttu, vaknar svo aftur um 8 og oftar en ekki sofnar hún þá aftur eftir morgunmatinn. Hún er núna 10 vikna og farin að hlægja. Við fórum í skoðun í vikunni og vegur hún núna 6,5 kíló og er 63 sentimetrar að lengd, sem sagt algjör bolla.


Tengdó er farin að pakka niður núna enda ekki nema 6 vikur þangað til hún kemur. Það verður mjög ljúft og ég býst fastlega við því að sofa út á hverjum morgni og hafa lítið að gera. Þegar við vorum í Englandi þá rétt sá ég Arinze þegar hann þurfti að drekka. Hún er mjög svona "hands-on". Svo kannski vill hún fá smá frí...hver veit.


Það er frekar heitt þessa dagana. Nún er klukkan rétt um níu og það er strax kominn 31 stiga hiti. Í gær þurfti ég að sækja Arinze í leikskólann gangandi og það var alveg þokkalega mikil steik þá, um 35 stig. Á svona dögum reynir maður bara að vera sem minnst úti, keyrir í mesta lagi í moll og helst bara á staði þar sem bíllinn getur verið inni.


Er nokkuð hægt að setja inn blogg án þess að láta fylgja með eins og eina barnamynd? Held ekki.



Comments:
Hæ Þórhildur og fjölskylda - gott að allt gengur vel hjá ykkur og falleg börn sem þið eigið - kveðja úr snjónum á Laugarbakka - Ása Ólafs.
 
ggdb outlet
supreme clothing
a bathing ape
palm angels clothing
off white clothing
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?