Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

fimmtudagur, janúar 03, 2008

 

Gleðilegt ár!

Áramótin heppnuðust einstaklega vel á ströndinni. Það var rigningarspá fyrir alla dagana en hún rættist sem betur fer ekki. Hins vegar var ekki hægt að synda í sjónum því marglyttur sem stinga voru eitthvað fyrirferðarmiklar. Við gistum í sumarbústað í Caravan park og þar var þessi fína sundlaug og líka leikvöllur. Arinze fór sem sagt í fyrsta sinn í sund núna. Honum fannst þetta líka gaman en ég var alveg með öndina í hálsinum því hann er svo mikill glanni. Hann er ekki neitt hræddur við vatn og finnst allt í lagi þó það gusist framan í hann.

Ég var eiginlega alveg hissa hvað ferðalagið gekk vel. Ég hélt það væri svo mikið mál að fara að heiman með svona lítil börn en nei, það var sko ekki. Arinze fannst ekkert tiltökumál að sofa í koju í sérherbergi. Ekki spillti reyndar fyrir að hann gat kveikt og slökkt á ljósi og notfærði hann sér það í gríð og erg. Rósa sefur bara hvar sem er og kippir sér ekki upp við neitt.

Við eigum alveg pottþétt eftir að fara aftur til Mission Beach en þá á þeim tíma sem engar marglyttur eru. Kannski við förum bara árlega í svona strandferð.
Hérna er ein mynd úr lauginni. Annars er ég búin að setja inn desembermyndir á barnalandssíðuna.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?