Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

miðvikudagur, september 26, 2007

 

Trúið þið þessu?


Tvær á þessari mynd eru fertugar í dag! Þið megið geta hverjar. Það er náttúrulega smá svindl í gangi þar sem þær voru bara 38 ára þegar þessi mynd var tekin fyrir u.þ.b. ári síðan en þið hljótið að geta rétt.
Mér þykir slæmt að missa af afmæli bestustu systranna en treysti á nútímatækni og tól og að ég fái smá vídjó af herlegheitunum. Ég var oft spurð þegar ég var lítil hvor mér fyndist skemmtilegri og átti í miklum erfiðleikum með að svara þeirri spurningu. Get það ekki enn í dag enda eru báðar bestar.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?