Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

fimmtudagur, september 20, 2007

 

Selurinn Snorri

Við fórum á ströndina í gær í fyrsta sinn þetta sumarið í tilefni af afmæli unglambsins, sambýlingsins. Honum gengur ekkert að ná mér í aldri. Alla vega, Arinze hefur nokkrum sinnum áður farið á ströndina og var þá ýmist hálf hræddur við sjóinn eða leiddist fljótt. Í gær varð stór breyting þar á. Barnið varð brjálað af æsingi. Það var engin leið að sitja í sandinum og hann reyndi að hlaupa framhjá pabba sínum til að komast í sjóinn. Það var ekki einu sinni nóg að vera á háhesti á pabba sem er annars mjög vinsælt sport. Hann bar nákvæmlega enga virðingu fyrir sjónum og hló bara þegar hann fékk skvettur framan í sig. Svo óheppilega vildi til að það var að flæða að og með heilmiklu brimi svo það var ekki hægt að sitja í sandinum og bíða eftir litlum öldum svo við entumst ekki lengi í þetta skiptið. Ég er með kvef og fór því ekkert í sjóinn og Okezie var að drepast í bakinu eftir að þurfa að vera boginn í bakinu með Arinze. Ég er ekki alveg viss um að við leggjum í að fara fljótt aftur með strákinn svona án allrar hræðslu, höldum okkur frekar við Muddy´s sem er buslugarður hérna niðri í bæ. Tvær myndir- önnur af selnum í sjónum og hin í Muddy´s frá því um síðustu helgi.

Comments:
hugsa "hlýlega" til ykkar hérðan í norðannepjunni.
Eyrún
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?