Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

sunnudagur, september 02, 2007

 

Helgarfréttir

Við Ástralirnir erum öll hress. Í gær fór Arinze í leikhús í fyrsta sinn. Það var ótrúlega gaman. Þetta var danspartý Dorothy the dinosaur. Dorothy er einn af karakterunum í Wiggles sem eru mjög vinsælir hér í Ástralíu sem og í USA og UK. Efast um að þeir hafi verið sýndir heima. Alla vega þarna voru nokkrir karakterar sem Arinze þekkir að syngja lög sem hann kann hreyfingarnar við. Ég átti alveg frekar von á að hann yrði hræddur en nei nei, minn maður var fyrstur út á gólf og dansaði eins og hann ætti von á að verða frægur.


Í dag er svo feðradagurinn. Okezie er að vinna og við steingleymdum í morgun að gefa honum allar gjafirnar og kortið. Ég mundi ekki hvaða dagur var fyrr en hann var löngu farinn í vinnuna. Við Arinze fórum í göngutúr niður að vatni og gáfum þar svöngum brabra, tveimur skjaldbökum og fullt af pínulitlum fiskum brauð.


Í dugnaðarkasti þá henti ég inn slatta af myndum frá ágúst inn á barnalandssíðuna hans Arinze, þar eru t.d. myndir frá leikhúsinu. Í tilefni dagsins skelli ég svo inn einni mynd af bestustu feðgunum.


Comments:
Flottir feðgar - Þórhildur
Bestu kveðjur af klakanum -
Ása óLAFS.
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?