Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

sunnudagur, ágúst 12, 2007

 
Druslaðist til að henda inn myndum frá júní, júlí og ágúst inn á síðuna hans Arinze Tómasar (linkur til vinstri).


Við fórum í eins árs afmæli til Lianne vinkonu okkar í gær. Það er alltaf soldið fyndið að fara í barnaafmæli hér í Ástralíu. Engin hætta á að maður borði yfir sig eins og á Íslandinu. Ein kaka og svo bara kex og sausage rolls. Aðal sportið hjá Arinze var að leika við hundinn. Hann er algjör hundakall. Ég er sjálf skíthrædd við alla hunda, nema reyndar Tönju gömlu sem Ásdís átti. Ég held samt aftur af mér því ég vil ekki smita Arinze af hundahræðslu og sýni ekki mikil viðbrögð þótt hann sé sleiktur í framan eða hann klípi aðeins í hunda.


Annars tsjillum við bara hérna alla daga...



Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?