Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

laugardagur, júlí 07, 2007

 
Vitlaus mamma!
Ef Sigríður Karls fær hland fyrir hjarta þegar hún sér þessa fyrirsögn þá getur hún alveg andað rólegar, hér stendur ekki til að gera upp barnæskuna. Fyrirsögnin á við mig sjálfa í dag. Ég gerði nefnilega mín stærstu mistök hingað til í móðurhlutverkinu í dag. Við Arinze fórum með vinkonu minni á markaðinn og gengum þar fram á djúsbar. Ég er svoddan matartúristi að ég varð að prófa nýpressaðan sykurreyrsafa. 40 cm búti af sykurreyr var þarna rennt í gegnum safapressu og þetta var allt voða freistandi og gott. Svo vildi náttúrulega Arinze endilega fá að prófa. Glasið var með röri og við höfum ekkert verið að drekka svoleiðis. Eftir smá æfingar og hann var búinn að fá örlítið smakk var hann sko heldur búinn að fatta hvernig þetta virkaði og drakk sirka þriðjung af drykknum. Ok, ég henti svo afgangnum enda var þetta frekar sætt. Arinze var hinn rólegasti þangað til við komum heim en þá var kominn tími til að leggja sig. Þá var sko drykkurinn kominn beint í blóðið. Ég sleppi bara að segja frá klukkutímanum þar sem hann velti sér fram og til baka með galopin augun, slóst við bangsana sína og svo framvegis. Til að gera langa sögu stutta þá var enginn lúr þennan daginn en farið fyrir 6 í háttinn og ég hef aldrei séð strákinn minn eins þreyttan. Greyið litla sem overdosaði svona á sykri sofnaði í miðju mjólkurglasi. Mín refsing verður líklega tveir dagar þar sem hann verður líklega vaknaður fyrir allar aldir í fyrramálið. Sykurreyrdjús er ekki eins og ávaxtadjús, þetta er BARA sykur. Jökk.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?