Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

fimmtudagur, júlí 26, 2007

 
Svona til að sanna enn betur hversu slæm móðir ég hlýt að vera þá var ég, núna klukkan 8 um kvöld, að fatta að Arinze er eins og hálfs árs í dag. Ég er of sein fyrir extra knús og kossa þar sem hann var að sofna, ekkert hress með að þurfa að gera það aleinn. Á morgun fær hann hins vegar súkkulaði. Ekki reyndar vegna "afmælis", heldur er hann að fara í klippingu. Ég hlakka ekki til.

Comments:
Hæ til hamingju með strákinn 18 mánuðir eru ekkert smá. Og til hamingju sjálf um daginn. Þetta verður allt bara betra! Trúðu mér.
Gaman að lesa bloggið þitt... sem ég er btw bara nýbúin að uppgötva (hafi ég verið búin að uppgötva það áður hef ég allavega verið búin að gleyma því og rak upp stór augu þegar ég sá það! En ég er líka að verða 35, með 3 börn og eitthvað verður að gefa eftir!)
Kveðja, Helga Hinriks
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?