Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

mánudagur, júní 18, 2007

 

Nöldur, kveðja og kynfrétt

Nú er ég að draga upp hálfkláraða/hálfbyrjaða ritgerð sem ég þarf að rumpa af. Lagði hana frá mér þar sem ég var í prófi í síðustu viku og svo að byrja nýjan kúrs um síðustu helgi en nú er bara eiginlega ekki hægt að fresta lengur. Vandamálið er hins vegar það að mig langar alveg gríðarlega til að þrífa ísskápinn. Finnst það bara varla geta beðið lengur. Munið þetta sem ég skrifaði um búrskápinn um daginn. Well, sama leiðinlega fagið...



Langt á milli blogga, ég veit, ég veit. En það er nú góð ástæða fyrir því að blogga í dag þar sem hin mæta merkisfrú Sigríður móðir mín á afmæli í dag. Er búin að óska henni til lukku þó henni fyndist ég eitthvað snemma í því. Tímamismunurinn.



Ég fór í sónar í síðustu viku þar sem var tilkynnt að lítil lady væri á leiðinni. Það er stuð. Mamma hans Okezie var alsæl yfir þeim fréttum enda nærri 30 ár síðan lítil stelpa var í fjölskyldunni. Svo fékk hún 3 syni og 2 dóttur/sonarsyni. Held að kella eigi eftir að sleppa sér í barnafatakaupum. Ég get hvatt hana áfram í því með því að senda myndir af stelpunni í Arinzestrákafötum. Það fyndist henni örugglega ómögulegt.



Jæja, nú er ég búin að slóra nóg. Á að nýta tímann betur meðan prinsinn sefur. Prinsinn sem bæðevei fór loksins að segja mamma og segir núna varla annað. Ég er samt ekki komin með leið á því ;)

Hérna er svo ein af afmælisbarninu með litla lukkutröllið síðan haustið 2006 þegar við vorum í heimsókninni.



Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?