Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

fimmtudagur, maí 24, 2007

 

Gott Ráð

Margir eiga í erfiðleikum með að borða ráðlagðan dagskammt af ávöxtum. Í kvöld fann ég góða leið til að svelgja ofan í mig banana. Ég skar í hann rauf, fyllti með Nutella súkkulaði fyrir brauð og setti inn í örbylgjuofn í 45 sekúndur. Svo bar ég ís fram með þessu bara fyrir mig sjálfa. Namm.

Ég á að vera að læra fyrir próf en nenni því ekki. Er búin að vera í þvílíku letikasti að ég þreif meir að segja búrskápinn. Hvenær nennir maður því? Bara þegar það á að vera gera eitthvað enn leiðinlegra. Annars fer þetta nú að minnka hjá mér. Próf á laugardaginn, fyrirlestur og erfitt verkefni á miðvikudaginn og svo próf og ritgerð. Allt þetta verður búið 13. júní. 15. júní byrjar svo næsti kúrs sem er í tvær vikur + ritgerð + próf og svo fer ég í síðasta kúrsinn í bili helgina eftir afmælið mitt og þá fyrstu í ágúst. Svo hef ég sirka tvo mánuði til að slappa af fyrir útungun og foreldraheimsókn +. Jólin verða komin áður en ég veit af.

Júbilering - grenj grenj.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?