Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

föstudagur, maí 04, 2007

 

Frjáls!

Já nú er öðru faginu gjörsamlega lokið og ég þar með búin með 1/6 af MBA. Síðustu tvær vikur hafa verið hrikalega erfiðar en ég hef verið að vinna að erfiðu verkefni og var líka í skólanum alla síðustu helgi. En í dag kláraði ég sem sagt verkefnið og brunaði með það í skólann enda ekki seinna vænna - skiladagur í dag. Eftir þetta var deginum slegið upp í kæruleysi, Okezie í fríi þar sem hann þarf að vinna á morgun og við skelltum okkur í Muddy´s, vatnsleikvöllinn niðri við strönd. Þar var rosalega gaman. Svo gaman að Arinze hljóp um (hættur að labba og hleypur bara núna) í svona klukkutíma og ég hef sjaldan séð hann eins örmagna eins og þegar við komum heim. Þið getið séð myndir á barnalandssíðunni frá því við fórum þangað fyrst en mig minnir reyndar að ég hafi skellt þeim myndum hingað inn þá.

Já ég vissi bara varla hvað ég ætti af mér að gera svo ég eldaði góðan mat og stóð frammi fyrir valkvíða. Ætti ég að fara að leita mér að ritgerðarefni fyrir Heimsvæðingarkúrsinn (þarf að skila proposal í næstu viku), vinna upp síðustu viku í Accounting, ganga frá öllu markaðsfræðidraslinu sem ég var að klára eða skerða þessi þrjú hár sem prýða kynþokkafulla leggi mína. Eftir miklar pælinar ákvað ég að skella mér í bað en það er í fyrsta sinn sem ég geri það hér í húsinu okkar. Þá var nú ekki nóg að raka leggi heldur skellti ég líka maska framan í mig og man ég hreinlega ekki hvenær það var sem ég gerði eitthvað svona fyrir mig síðast ( af háralengd þá er langt síðan. mjög langt).

Annars er hér bara allt í lukkunnar standi. Ég græt fögrum tárum í hvert sinn sem ég fæ tölvupóst varðandi júbileringu á Laugarvatni í maí. Svo uppgötvaði ég líka í dag að það eru ekki 4-5 mánuðir í þrítugsafmæli, neibb bara 2 1/2. Ég þarf að fara að rannsaka augnkremamarkaðinn.

Kíkið á barnalandið, þar skellti ég inn myndum frá febrúar, mars og apríl.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?