fimmtudagur, maí 24, 2007
Gott Ráð
Ég á að vera að læra fyrir próf en nenni því ekki. Er búin að vera í þvílíku letikasti að ég þreif meir að segja búrskápinn. Hvenær nennir maður því? Bara þegar það á að vera gera eitthvað enn leiðinlegra. Annars fer þetta nú að minnka hjá mér. Próf á laugardaginn, fyrirlestur og erfitt verkefni á miðvikudaginn og svo próf og ritgerð. Allt þetta verður búið 13. júní. 15. júní byrjar svo næsti kúrs sem er í tvær vikur + ritgerð + próf og svo fer ég í síðasta kúrsinn í bili helgina eftir afmælið mitt og þá fyrstu í ágúst. Svo hef ég sirka tvo mánuði til að slappa af fyrir útungun og foreldraheimsókn +. Jólin verða komin áður en ég veit af.
Júbilering - grenj grenj.
sunnudagur, maí 20, 2007
OMG
miðvikudagur, maí 16, 2007
Hjálp!
Annars er Arinze búinn að vera lasinn síðan á laugardagskvöldið. Heilmikill hiti og svo í gær fékk ég gubbgusu yfir mig. Næs. Maður tekur því slæma með því góða býst ég við...
fimmtudagur, maí 10, 2007
Þessum kynntist ég áðan...
Þessi að neðan er nú aðeins sætari en prinsinn í álögunum úti á tröppum. Línan á nebbanum er eftir óhappadaginn mikla á þriðjudaginn. Arinze var að leika sér með bleiukassa og stakkst á höfuðið einhvern veginn og fékk marblett í beina línu. Seinna um daginn var hann að leika sér á mottu á flísalögðu gólfinu og á undarlegan hátt skellti hann nefinu í gólfið. Datt ekkert sko, bara misreiknaði sig kannski eitthvað. Rétt fyrir svefninn datt hann svo og skall með hnakkann í gólfið. Gæti trúað að nettur hausverkur hafi gert vart við sig þennan daginn.
Annars bara allt í fína...
föstudagur, maí 04, 2007
Frjáls!
Já ég vissi bara varla hvað ég ætti af mér að gera svo ég eldaði góðan mat og stóð frammi fyrir valkvíða. Ætti ég að fara að leita mér að ritgerðarefni fyrir Heimsvæðingarkúrsinn (þarf að skila proposal í næstu viku), vinna upp síðustu viku í Accounting, ganga frá öllu markaðsfræðidraslinu sem ég var að klára eða skerða þessi þrjú hár sem prýða kynþokkafulla leggi mína. Eftir miklar pælinar ákvað ég að skella mér í bað en það er í fyrsta sinn sem ég geri það hér í húsinu okkar. Þá var nú ekki nóg að raka leggi heldur skellti ég líka maska framan í mig og man ég hreinlega ekki hvenær það var sem ég gerði eitthvað svona fyrir mig síðast ( af háralengd þá er langt síðan. mjög langt).
Annars er hér bara allt í lukkunnar standi. Ég græt fögrum tárum í hvert sinn sem ég fæ tölvupóst varðandi júbileringu á Laugarvatni í maí. Svo uppgötvaði ég líka í dag að það eru ekki 4-5 mánuðir í þrítugsafmæli, neibb bara 2 1/2. Ég þarf að fara að rannsaka augnkremamarkaðinn.
Kíkið á barnalandið, þar skellti ég inn myndum frá febrúar, mars og apríl.