Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

föstudagur, apríl 13, 2007

 

Local og global celebs

Það er enginn friður fyrir fræga fólkinu hérna í Cairns. Loksins þegar við losnuðum við Kate Hudson og Matthew McConaughy þá sitjum við í augnablikinu uppi með Katie Price (aka Jordan) og Peter Andre húsbónda hennar. Svo var Steven Spielberg að tilkynna okkur að hann ætli að taka upp mynd hér í næsta nágrenni með Tom Cruise svo við sitjum uppi með hann á næstunni. Ég býð ekki í mat.


------------------


Vekjaraklukkan klikkaði í morgun. Við vöknuðum klukkan 8.15 en Okezie byrjar að vinna klukkan 8.30. Vekjaraklukkan hafði vaknað klukkan 4 og fékk mjólk að drekka og svaf því svona vært og lengi. Ég þarf að fara yfir það með honum hvenær hann má sofa svona lengi og hvenær treyst er á hann því hefðbundin vekjaraklukka er ekki til á heimilinu. Í kvöld fór hann svo í pössun til Hayley vinkonu þar sem ég var í skólanum. Þegar ég fór grét hann eins og veröldin væri að farast en mér skilst að hann hafi hætt að gráta áður en ég náði að keyra frá húsinu. Hann verður þar allan daginn á sunnudaginn og mamman er með stórt samviskubit. Ég efast samt ekki um að hann muni skemmta sér vel og koma heim aftur útsleiktur eftir hundinn (ojojoj). Er ekki tilvalið að enda þessa færslu bara með mynd af stóra stráknum? Held það bara.


Comments:
Ekkert smá sætur strákur!
Af hverju læturðu gemsann ekki
vekja þig?
Gleðilegt sumar :)
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?