Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

sunnudagur, febrúar 04, 2007

 

Skelfing að nóttu

Ég vaknaði í nótt skelfingu lostin og þorði vart að hreyfa mig. Ástæðan var sú að við hlið mér var kengúra í dauðatygjunum. Hægt og rólega fékk ég kjark til að fara rólega fram úr og áttaði mig þá á því að ég var ekki úti í náttúrunni heldur í mínu eigin rúmi og dauða kengúran var alls ekki dauð kengúra heldur bara Okezie minn.

Ég er núna dálítið hrædd um að Okezie komi með spennitreyju heim úr vinnunni í dag.

Hins vegar skelli ég skuldinni á myndina sem við fórum á í gærkvöldi, Blood Diamond. Það var reyndar ekki dauð kengúra í þeirri mynd en voða mikið annað ljótt svo ómögulegt er að sofa vel.

Comments:
ha ha ha ha.....reyndar ertu ekki ein um að vera með skrítna drauma því ég hef vaknað við það að Njörður er að kasta risa köngulóm úr rúminu okkar!!!!
 
Gott að við sofum ekki saman þá!!!
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?