Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

laugardagur, janúar 27, 2007

 

Kakan tókst!

Já ég held að ég hafi komist skammlaust frá fyrsta afmælisboðinu. Þetta var svona mix af íslenskri afmælisveislu og ástralskri. Skreytt súkkulaðikaka a la Eyrún syss, guðdómlegt gums, ostakaka og brauðréttur komu upp úr íslensku áttinni. Álfabrauð, sausage rolls og partýpoki handa gestunum úr þeirri áströlsku. Álfabrauð er sko bara franskbrauð með smjöri og skrautsykri og slær sko í gegn hjá krökkum hér.














Já svona tókst kakan til. Við buðum ekkert mörgum þar sem við þekkjum kannski ekkert rosalega marga nógu vel enn til að vera bjóða svona heim. Það voru 6 fullorðnir gestir (tel ekki Helgu með þar sem hún er unglingurinn á heimilinu. Fyrst var hún sko hér í vist þar sem hún er dugleg að ganga frá, er búin að ryksuga einu sinni og hefur skipt á mörgum kúkableyjum en þar sem hún vaknar ekki mjög snemma á morgnanna -eða sko eiginlega frekar seint, þá er hún meira svona duglegur unglingur...nóg um það) og svo voru 7 börn, 3 þriggja ára og 4 jafngömul Arinze. Það er nóg eftir af kræsingum þar sem fólk hér er ekki vant miklum veitingum fyrir fullorðna. Ég er búin að fara í tvö afmæli og kom sko svöng heim þar sem það var bara ein kaka og álfabrauð á boðstólum þar. Svo ég held að pabbarnir hafi varla kunnað við að fá sér nokkuð. Það vill þó svo vel til að ég á að sjá um morgunkaffið á mömmumorgninum á mánudaginn svo það verður afmæliskaka þar. Ég skelli inn fleiri myndum þegar okkur tekst að minnka myndirnar hennar Helgu (allar leiðbeiningar vel þegnar). Hérna er samt ein mynd af feðgunum áður en afmælið byrjaði, Arinze fékk nýja skyrtu í tilefni dagsins. Rétt í lokin, ég gleymdi að þakka fyrir gjafirnar sem Helga ferjaði yfir hálfan hnöttinn, takk takk!



Comments:
Já ég held að ég hafi komist skammlaust frá fyrsta afmælisboðinu. Þetta var svona mix af íslenskri afmælisveislu og ástralskri. Skreytt súkkulaðikaka a la Eyrún syss, guðdómlegt gums, ostakaka og brauðréttur komu upp úr íslensku áttinni. Álfabrauð, sausage rolls og partýpoki handa gestunum úr þeirri áströlsku. Álfabrauð er sko bara franskbrauð með smjöri og skrautsykri og slær sko í gegn hjá krökkum hér.
pakistani lawn readymade suits
sana safinaz ready made suits
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?