Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

fimmtudagur, janúar 25, 2007

 

Á innsoginu

Ég var ekki búin að segja ykkur að hér í Ástralíu er skylda að kjósa takk fyrir! Já og ef maður hypjar sig ekki á kjörstað þá fær maður sekt. Ég er samt undanþegin þessari skyldu þar sem ég er ekki citizen, og er því fegin því mér finnst að það sé alveg jafn mikilvægt að hafa rétt til að kjósa ekki eins og að hafa rétt til að kjósa. Anyways, það mætti halda að ég vildi inn á þing...pólitík og allt. Nú vantar bara að ég fari að blogga um fjármálaóreiðu ríkisins og innflytjendastefnu. Þar sem ég hef ekki skoðanir á þeim málefnum þá set ég bara punkt hér.

Leyfi svo bara Helgu að blogga um ævintýri okkar. Get þó skúbbað að það var gaman hér í dag.

Og að lokum er hér tilkynning. Það er komið gras og blómabeð á 32 Woodrose Drive. Nú er hægt að fara að tala um höll...

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?