Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

 

Haldiði ekki bara að...

hún Sigríður Helga sé orðin 18 ára. Til hamingju snúllan mín, vona að þú hafir fengið emailið frá mér.

Svo styttist í Helgu með hverjum deginum... Ætli hún sé ekki lögð af stað frá London núna og kemur svo ekki á morgun heldur hinn nokkrum flugvélamáltíðum, svefnpillum, bíómyndum og slúðurblöðum síðar. Hún er komin með bloggsíðu sem ég linka í hér til hliðar.

Ég er farin að skipuleggja í huganum afmælisveislu litla mannsins. Búin að bjóða nokkrum og er að velta fyrir mér kökum. Vonandi verður búið að setja grasið í garðinn hjá okkur þegar að þessu kemur. Arinze finnst gaman að vera á grasi og fór í gær meir að segja að labba með höndum og fótum, lyftir s.s. hnjánum þegar hann skríður enda er grasið soldið hart. Hann er eins og lítill apaköttur þegar hann gengur svona. Ég býst við að það sé ekki langt í að hann fari að hlaupa um og þá hljóta nú aukakílóin að fara með.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?