Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

fimmtudagur, janúar 18, 2007

 

Góðir gestir!

Þá eru Helga og Ása komnar. Ferðalagið gekk bara vel þrátt fyrir smá hlaup í Sydney til að ná flugi. Helga sefur núna enda frekar rugluð í tímanum. Það fór ekki alveg nógu vel um Ásu í fluginu og var hún með hálfgerða andarteppu en er í lagi núna. Arinze kom heim af leikskólanum áðan og er ekki búinn að hitta Helgu en hann gaf Ásu stórt knús og reif í hárið á henni. Helga ætti þó að vera búin að heyra aðeins í honum hljóðið því hann þurftir að leggja sig og orgaði mjög mjög mjög hátt.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?