Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

sunnudagur, janúar 07, 2007

 
Góði læknirinn gaf mér sýklalyf. Hefði betur farið fyrr til hans. Ég er sem sagt bara með sýkingu í hálskirtli en ekki með mumps eins og mig var sterklega farið að gruna. Reyndar stóð valið á milli mumps (sem ég man ekki hvað er á íslensku) og þess að hafa gleypt íkorna. Nú fer mér þó vonandi að batna enda er ekki gaman að hafa verið veik ALLT árið. Og ég hef enga samúð fengið frá lyfjafræðingnum sem fær aldrei neitt verra en kvef og finnst parasetamól vera lausn við öllu. Þegar ég kom frá lækninum reyndi ég að sýna Okezie sjúkan kirtilinn sem er bæðevei hvítur af sýkingu en nei, hann sá ekkert. Ég náði í nýja stóra vasaljósið og beindi í kjaftinn en allt kom fyrir ekkert. Ég var frekar ósátt við þetta og ætlaði að halda áfram að fá manninn til að sjá sönnunargagnið en þegar hann var farinn að þykjast sjá eitthvað þá gafst ég upp. Maðurinn þarf náttúrulega gleraugu.

Það eru komnar myndir inn á barnalandssíðuna hans Arinze.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?