Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

sunnudagur, desember 03, 2006

 
Nú er sunnudagur og ég að horfa á krikket eins og undanfarna daga. "Ha hvað?" Hljótið þið að spyrja ykkur. Jamm mín er svo dugleg að aðlagast. Nú er rosa krikket keppni í gangi milli Ástralíu og Englands. Þeir spila 6 leiki á einhverjum 2 mánuðum. Nú kann ég aðalreglurnar og svona og held með Englandi. Er ekki viss um að ég haldi að skrifa áfram um krikket, held að heimsóknir á síðuna gætu farið í negatíva tölu svo nóg um það! Okezie vinnur á sunnudögum svo það eru rólegir dagar hjá okkur Arinze. Hann er reyndar búinn að eiga pínu bágt síðustu tvo daga, er að fá fyrstu tönnina loksins og fékk svo líka nefkvef. Ég er nú ekki enn búin að fá að sjá tönnina en hef fundið fyrir henni. Svo ákvað hann núna um helgina að hlýða mömmu sinni og fara að skríða á fjórum fótum enda miklu skemmtilegra að vera ekki alltaf með nefið ofan í gólfinu.

Við förum í fyrramálið á mömmumorguninn okkar. Arinze hélt uppi stuðinu þar í síðustu viku. Ég held að jafnöldrum hans þar þyki nú stundum nóg um stuðið í honum. Hann var til dæmis að æfa ameríska glímu um daginn og skellti hausnum á henni Felicity beint í gólfið. Það sá nú alla vega ekkert á henni...

Jólin verða stuð hér. Ekki nóg með að Nna bróðir Okezie verði hér þá verða Ólöf æskuvinkona mín og hennar maður hér líka. Kannski maður leigi bát og kíki á þetta blessaða kóralrif yfir jólin.


Við erum s.s. búin að prófa ströndina tvisvar

Comments:
Hæ sæta!
Öfunda þig svolítið að vera í hitanum. Njóttu þess í botn. Værirðu til í að senda mér addressuna ykkar þannig að hægt sé að senda mont-jólakortið tímanlega.

Fanney Snorra
 
Gæti líka alveg hugsað mér að skella mér út um jólin.... en það verður bið á því. Kossar og knús, Eygló.
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?