Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

miðvikudagur, desember 20, 2006

 

Jólaskap

Í fyrra missti ég af jólunum. Það var ekkert tré, engin ljós, alltof heitt og svona mætti lengi áfram telja. Meir að segja opnuðum við skötuhjú þessa fáu pakka sem við fengum uppi í rúmi á jóladagsmorgun. Núna er ég sko hins vegar komin í mikið jólaskap. Arinze er búinn að fara í jólaklippingu, gestirnir eru allir komnir í hús, jólaseríur í tveimur gluggum, það er fullt af pökkum uppi í skáp, jólastjarna á borðstofuborðinu og 2ja metra gervijólatré í stofunni. Það tók reyndar allt kvöldið að setja það saman og í þessum skrifuðu orðum er það hálf skreytt. Serían komin á og nokkrar kúlur en þar sem ég þarf að setja þráð í kúlurnar þá bíður það morgundagsins enda klukkan næstum eitt um nótt. Ég er ein vakandi þar sem ég á frí í fyrramálið, húsbóndinn er búinn að taka að sér morgunvaktina á morgun eins og í dag. Mín er í góðu skapi á þessari stundu!

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?