Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

þriðjudagur, september 26, 2006

 

Síðustu dagarnir

Já þá eru það síðustu dagarnir. Átta vikur hafa ekki verið lengi að líða. Við Arinze Tómas höldum til Liverpool á föstudaginn svo þeir sem enn eiga eftir að hitta okkur eða vilja kveðja okkur þurfa að hafa hraðann á. Við erum hjá Eyrúnu.

Tvíbbarnir eiga afmæli í dag. Síðasta þrjátíuogeitthvaðárið. Svei. Til hamingju samt með það. Prinzinn er einmitt líka átta mánaða í dag. Hann fékk klippingu af því tilefni og er búið að klippa makkann þrisvar sinnum. Ég held að það verði erfiðara í hvert sinn að fá hann til að vera kjur. En fínn er hann. Og ég líka því mitt hár var einnig skert.

Nú eru smiðirnir í Cairns (sem fjölskylda mín og vinir geta þakkað komu okkar heim) búnir að lofa að höllin verði tilbúin þegar við komum. Ég fékk myndir um daginn og skelli hér einni inn. Ég ætlaðist nú ekki til að guli liturinn væri svona sítrónugulur, hann var dekkri í mínum huga en hann er að venjast. Svo kemur líka svört bílskúrshurð sem dempar þetta soldið. Það skal svo tekið fram að það er yfirleitt sól og blíða en ekki dimmt yfir eins og á þessari mynd...





Svona til að bæta fyrir dumbunginn á þessari mynd set ég inn aðra öllu skemmtilegri...




Svo í lokin er hér ein frá því í gær. Arinze var nýkominn úr baði og Þórdís á myndavélinni.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?