Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

mánudagur, ágúst 14, 2006

 

Hótel Mamma og Pabbi

Hér er gott að vera. Ég er viss um að eina 7 stjörnu hótelið í heiminum er ekki eins gott og rauða húsið á Garðaveginum. Hér er svoleiðis dekrað við okkur Arinze að ég þori varla að telja það upp af ótta við öfund... Grill, kleinur, heimabakað brauð og pabbaskyr. Þetta er allt dásamlegt. Svo voru Eyrún, Raggi, Þórdís og Dagur hér líka um helgina. Arinze dýrkar Dag Inga, honum finnst hann fyndnastur í heimi. Svo kom Eygló líka við með sína fjölskyldu. Arinze kippir í kynið og smjattar á pabba/afaskyri. Við verðum hér fram á föstudag en þá kemur tengdó í viku heimsókn til landsins. Við Arinze eigum svo bara eftir að koma aftur seinna á Tangann, það er ekki hollt fyrir aukakílóin að vera of lengi á Tanganum. Það er nokkuð ljóst!

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?