Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

fimmtudagur, júní 08, 2006

 

Sumt fólk...

Mér datt allt í einu í hug símtal sem ég átti við mann þegar ég var að vinna á skrifstofunni á elliheimilinu hérna. Símtalið var eitthvað á þessa leið:

Ég :Halló
Maðurinn:Hringdir þú í mig?
Ég: Ha, hvað heitir þú?
Maðurinn: Ja, ég vil ekkert segja það.
Ég: Nú hvernig á ég þá að vita hvort ég eða einhver hér hringdi í þig?
Maðurinn: Ég vil ekkert gefa upp persónulegar upplýsingar um sjálfan mig (en gaf mér þó símanúmerið sitt sem var farsími).
Ég: Núú, þetta er nú elliheimili hér svo það koma margir til greina sem hefðu getað hringt í þig. Þú getur kannski sagt mér hvaðan þú ert að hringja?
Maðurinn: Ég get svosem sagt þér að ég er að hringja frá Queensland en ég ætla ekkert að segja þér meira en það.
Ég: Núnú, veistu ég veit að ég hringdi ekki persónulega í þig en ég get ekki sagt hvort aðrir hér hafi gert það.
Maðurinn: Jæja, það verður þá að hafa það.
Ég: Já blessaður.

Ég komst að því seinna að Sharon, yfirmaður minn, hafði hringt í skakkt númer. Ég mun náttúrulega aldrei komast að því hvaða maður þetta var en hann hlýtur að hafa verið ógurlega vinsæll og frægur verandi svona tregur við að gefa upp persónulegar upplýsingar. Hefur væntanlega talið að ég myndi bætast í hóp allra stalkeranna. Já sumt fólk...

Comments:
ggdb outlet
supreme clothing
a bathing ape
palm angels clothing
off white clothing
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?